Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 57

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 57
Á bæ í Austur-Landeypum bjuggu roskin hjón. Þeim var eitt sinn boðið í veizlu, sem halda átti uppi í Fljótshlíð. Þetta var að haustlagi. Þau munu hafa haft fullan hug á því að láta sig ekki vanta, sennilega verið sjaldgæft, að þau ættu kost á að taka þátt í mannfagnaði. Að morgni veizludagsins fóru þau á fætur, áður en bjart var orðið, og biðu svo dögunar. Leið nú og beið, en ekki birti, og engin var klukkan á bænum. Þraut nú þolin- mæði bónda, sem oftar, og hann segir: „Ég held, að það ætli aldrei að koma dagur“. Varð konunni þá að orði: „Það gefur guð, einhvern tíma kemur dagur“. Rauk bóndi þá upp öskuvond- ur og mælti: „Hefurðu bréf fyrir því?“ —o— Kona lá á sæng, og hafði ljósmóðir sveitarinnar setið yfir henni, en fór heim eftir nálega sólarhring. Að þremur dögum iiðnum kom ljósmóðirin aftur að vitja um líðan konunnar. Varð hún þess vísari, er nálgaðist bæinn, að sængurkonan var úti á túni og rakaði saman þurrheyi. Sá konan til ferða gestsins og flýtti sér inn í bæ. Ljósmóðirin batt hest sinn og gekk í bæinn. Lá konan þá í rúmi sínu og bærði ekki á sér. Þær heilsuðust. Sagði þá ljósmóðirin: „Var sem mér sýndist, að ég sæi þig úti á túni?“ „Ætli ég liggi ekki lægra“, sagði sængurkonan og breiddi upp yfir höfuð. -o- Nokkrir piltar stóðu í hóp á götu í Vestmannaeyjum og meðal þeirra einn, sem gárungar höfðu að skotspæni, köstuðu að honum kersknisorðum. Hann þegir við um stund, víkur sér síðan að landmanni einum, er var mjög nefstór og ófríður, og spyr: „Átt þú marga bræður?“ Hann sagði svo vera. „Og ertu laglegastur af þínum bræðrum?“ spurði hinn aftur og gekk burtu. —o— Heimasæta úr sveit heimsótti bróður sinn og mágkonu, sem bjuggu í kaupstað. Þótti frúnni mágkonan vera nokkuð gustmikil og ekki fáguð í framkomu. Komst hún svo að orði um hana á bak, að hún væru eins og komnar væru í tún tíu stóðmerar með hunda á hælunum. Godasteinn 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.