Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 35
Ef heiðbjart er og himinn klár
á helga Pálus messu,
mun þá verða mjög gott ár,
mark skalt hafa á þessu.
Ef að þoka Öðins kvon
á þeim degi byrgir,
fjármissi og fellisvon
forsjáll bóndinn syrgir.
Frá 1840-1900 var hér á Suðurlandi 8 sinnum reglulega „heið-
bjart veður og himinn klár“ á Pálsmessu, þar af voru 5 góðæri
og 3 meðalár að árferði til, ekkert harðæri. Þau fáu ár (3-4) á
öllu þessu árabili, sem jörð var albyrgð af þoku þann dag, voru
útmánuðir harðir og vorin köld.
II
Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.
Að sól sjáist í heiði á kyndilmessu er alltítt, bæði á milli
élja í snjógangi og á milli skúra, þegar þíðveður er, og í léttveðri.
Reynslan á þessu árabili hefur sýnt, að ekki sé mark á því tak-
andi. Réttara mun vera að orða fyrstu hendinguna þannig: „Ef
í heiði sólin sezt“, en hér er vísan tekin orðrétt eftir þjóðsögum
Jóns Árnasonar. Um sólsetrið á kyndilmessu er ekki nógu ná-
kvæm skýrsla fyrir hendi.
Goðasteinn
33