Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 45

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 45
dóru til að sjá sínum borgið. Sagan segir, að Halldór hafi fylgt gesti sínum til baðsofu, þar sem Halldóra sat með prjóna sína. Hann vék að henni og sagði stundarhátt: „Halldóra, gefðu mann- inum skyr“, laut svo lægra og bætti við í hálfum hljóðum: „Sittu kyrr“. Sumir orða þetta á aðra leið: „Halldóra, gefðu manninum skyr og rjóma. Sittu kyrr og vertu að prjóna“. Halldór var líka svo skemmtilega skrýtinn, að það gat vel hafa dottið í hann að segja þetta, þótt nægtir væru í búi. Einu sinni kom Halldór að Holti undir Eyjafjöilum. Það var á dögum sr. Þorvalds Böðvarssonar. Hann hitti svo á, að kýr höfðu komizt þar í rófugarð og bitu kálið til skemmda. Halldór fjasaði þá og sagði: „Allt vilja bölvaðar beljurnar gleypa alveg eins og prestarnir". Tókst þá þannig til, að sr. Þorvaldur rak kollinn út um dyrnar og sagði: „Hvað varstu að segja, Halldór minn?“ Halldóri varð ekki svarafátt: „Ég var að jafna saman tvennu því bezta, sem guð hefur skapað, sem er góður prestur og góð mjólk- urkýr“. Presturinn brosti og lét sér vel líka. Kaupamann hélt Halldór, sem Sigurður hét, linjulegan og verka- hægan. Halldór og hann gengu heim af engjum. Varð Halldóri þá að orði: „Hvað kemur til þess, Sigurður, að þú gengur alltaf svo hægt út á morgnana, en hart heim á kvöldin? Á ég að segja þér það? Það kemur allt til af ígulfornti, andskotans leti“. Halldór gekk til altaris með konu sinni haust og vor og átti það til að ganga með glettur sínar upp að altarinu. Við altaris- göngu í Steinakirkju táraðist Halldóra mjög, og heyrðist Halldór þá segja: „Margur grætur og grettir sig ekki til svona“. Nábúi Halldórs gómaði brennivínskút ófrjálsri hendi. Eigandi hans þóttist vita, hvar hann hefði lent, kærði stuldinn og átti þjófaleit fram að fara. Þjófurinn leitaði til Halldórs, sem skamm- aði hann fyrir aulaskapinn og sagði: „Sá á ekki að stela, sem ekki kann að fela“. Samt tók hann við kútnum, lakkaði fyrir sponsgötin og setti hann síðan í forarvilpu framan við fjósdyr. Þar var hann, er þjófaleitin var gerð, og þjófurinn þakkaði Hall- dóri vel fyrir vikið, er allt var um garð gengið. Sjálfur var Halldór grunaður um gripdeildir í smáum stíl, og einu sinni var leituð svipuð leit hjá honum og nábúa hans. Á Goðastéinn 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.