Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 14

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 14
ungu, en nú vantaði Guðjón og Jón. Piltarnir sögðu frá því, hvernig ferð þeirra gekk, eftir að þeir voru orðnir tveir einir. Þeir fóru suður með vatninu og alla leið fram að sjó, en sú leið er 10-15 km. Ætluðu þeir að bíða þarna í fjörunni, þangað til sendi- maður kæmi úr Hjörleifshöfða. En þar var vond vist og norðan- gusturinn býsna bitur. f fjörunni fundu þeir tunnu og eitthvað af spýtum. Gerðu þeir sér skýli úr þeim föngum og tóku sér bita af nesti sínu. Hver klukkustundin leið eftir aðra, ekki bólaði á björgunarmanni, og kuldinn sótti æ fastar á. Þeir höfðu veitt því eftirtekt, að nokkuð fyrir framan Hjörleifshöfða skipti vatnið sér í tvo ála, rann sá eystri til landsuðurs. Útföllin voru því tvö og nokkuð langt á milli þeirra. Líka sáu þeir, að þarna var vatnið orðið mun lygnara og straumharkan þá að sama skapi minni en þegar ofar dró. Þetta hafði Guðjón ekki varazt, að útföllin voru tvö. Hann kom að því vestra, en piltarnir biðu við það eystra. Þeir ákváðu nú að reyna að komast yfir vatnið, tefla á tvær hættur. Vatnið reyndist vel fært, og ferðin gekk greitt, unz komið var að ársprænu, sem rann suður sandinn spölkorn austan við Höfðann. Hún er örgrunn, frýs seint og botninn afar laus. Á leiðinni yfir þessa litlu sandá henti það óhapp, að hesturinn sökk þvínær á kaf ofan í sandbleytu. Brauzt hann fast um, og tók vatnið og sandfenið þá á miðjar síður. Þeir félagar gerðu allt, sem þeir orkuðu, til að ná hestinum upp, en fengu þar engu áork- að. Urðu þeir að yfirgefa hann og fannst, að ekki væri ein báran stök í ferðinni. Þeir mættu Guðjóni og Jóni móts við Höfðann að sunnan. Glaðnaði yfir öllum við það, og Guðjón vísaði þeim til vegar upp í Höfðann, því ógjörla vissu þeir, hvar bærinn var. Furðanlega voru piltarnir hressir eftir þessa löngu göngu og köldu útivist. Var auðséð, að þeir voru þrekmiklir og vel þroskaðir eftir aldri. Þeim var fljótt borinn matur og síðan vísað til hvílunnar, sem beið eftir þeim. Enn komst kyrrð á í baðstofunni, og enn var beðið eftir leiks- lokum. Nú voru mennirnir úr helju heimtir, en eftir var að vita, hvort vesalings hestinum yrði bjargað. Klukkan var, að mig minnir, um 4 og því farið að styttast til morguns, er þeir Guðjón og Jón komu aftur. Þeir fundu hestinn. sem þá var orðinn svo 12 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.