Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 28

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 28
öld varð hún fyrir heiftarlegum árásum norrænna víkinga, sem léku hana grátt. En mcð valdatöku Kapetingaættarinnar laust fyrir aldamótin iooo jókst vegur Parísarborgar á ný, og brátt komst á sú venja, að konungurinn hefði aðsetursstað á Isle de la Cité. Þar með var París orðin höfuðborg ríkisins og tók þá að vaxa veru- lega. Á sautjándu öld gerði Richelieu kardínáli París að þeim pólitíska og menningarlega höfuðstað Evrópu, sem hún hefur verið síðan. Margir hafa átt þátt í að stækka og fegra borgina á liðnum öldum, en fáir verið svo stórvirkir sem Lúðvík 14., Napóleon mikii og frændi hans Napóleon 3. Hinn síðastnefndi átti mikinn þátt í, að lagðar voru hinar mörgu og beinu breiðgötur um borgina þvera og endilanga. Það, sem vakti helzt athygli mína við fyrstu kynni af París, var umferðin. Allar aðalgöturnar eru beinar og breiðar og borgin ágæt- lega skipulögð, en hvar sem komið var, þá voru þar bílar af öllu tagi á fleygiferð. En þrátt fyrir afar marga bíla og mikinn hraða, þá fór allt vel fram, og virtust árekstrar og umferðarhnútar sjald- gæf fyrirbæri. Hlýtur það að liggja í því, að gott skipulag er á öllu, og þó einkum því, að ökumenn virðast sýna einstaka lipurð og sveigjanleika í umferðinni. Franskar bifreiðir eru í yfirgnæfandi meirihluta á götum Parísar, og mest ber á Citroen, Renault og Panhard. En þrátt fyrir gífurlega umferð á götum stórborgarinnar, fer ekki svo lítill hluti hennar fram undir yfirborðinu, því að þar er þéttriðið net neðanjarðarbrauta, sem tengir hina ýmsu borgar- hluta saman. Eru Frakkar að vonum hreyknir af neðanjarðar- brautunum og kváðust hafa lagt þá fyrstu þeirra í París aldamóta- árið 1900. Ekki er þess nokkur kostur að lýsa París í stuttu máli. Borgin er í rauninni svo yfirfull af fornum byggingum, fögrum höllum, sögustöðum gömlum og nýjum, skemmtigörðum, listaverkum og minnismerkjum, að hún minnir sem heild á gífurlega stórt safn. Ég mun því stikla á stóru og geta aðeins örfárra staða. Notre- Dame kirkjan, sem byrjað var að reisa á 12. öld, er frægust fornra stórhýsa í borginni. Hún stendur á Ile de la Cité ásamt dóm- höllinni, lögreglustöðinni og fleiri stórhýsum. Margar brýr tengja eyjuna við land á báða vegu, og sú elzta þeirra heitir Nýjabrú. 26 Godasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.