Goðasteinn - 01.09.1962, Side 51

Goðasteinn - 01.09.1962, Side 51
ar gesturinn sat í sætí Ennis-Móra. Hann var a£ gömlu Ennis-ætt- inni, sem Móri hafði lengi fylgt. r-O- Einu sinni dreymdi mömmu, að hún kom á bæ nábúa síns. Utan af hafi sá hún mann koma á bleikum hesti, og fór sá hratt yfir. Brátt varð hún þess vísari, að þetta var nábúi hennar. Hann steig af hestbaki heima á hlaði og heilsaði mömmu vel. Hann var bú- inn tötrum frá hvirfii til ilja. Mömmu varð að orði: „Ósköp ertu illa klæddur“. Maðurinn svaraði: „Já, ég er búinn að slíta þessu út og ætla að fara að skipta um föt“. Þessi feigðardraumur kom fram fyrr en varði. Bóndinn tók bana- sótt sína á næstu dægrum. Vann hún fullan bug á honum á fáum dögum. -o- Sumarið 1942 var kaupakona heima í Gröf kona, er Sigríður hét Jakobsdóttir, ættuð norðan af Ströndum. Nótt eina lét hún illa í svefni. Að morgni sagði hún draum sinn. Mikill maður, svart- klæddur kom að rúmi hennar og bar hvassbrýndan ljá, er hann otaði fram. Mamma batt þetta efni í bögu: í svefni örðugt seims var gná, sízt má hörðu leyna: Siggu gjörði sækja á svartur njörður fleina. Þetta var seinasta vísa mömmu. Sex vikum seinna dó hún í rúmi Sigríðar Jakobsdóttur eftir fárra daga legu. Söga Jensínu Björnsdóttur frá Gröf, nú að Brú undir Eyjafjöllum. Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.