Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 51

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 51
ar gesturinn sat í sætí Ennis-Móra. Hann var a£ gömlu Ennis-ætt- inni, sem Móri hafði lengi fylgt. r-O- Einu sinni dreymdi mömmu, að hún kom á bæ nábúa síns. Utan af hafi sá hún mann koma á bleikum hesti, og fór sá hratt yfir. Brátt varð hún þess vísari, að þetta var nábúi hennar. Hann steig af hestbaki heima á hlaði og heilsaði mömmu vel. Hann var bú- inn tötrum frá hvirfii til ilja. Mömmu varð að orði: „Ósköp ertu illa klæddur“. Maðurinn svaraði: „Já, ég er búinn að slíta þessu út og ætla að fara að skipta um föt“. Þessi feigðardraumur kom fram fyrr en varði. Bóndinn tók bana- sótt sína á næstu dægrum. Vann hún fullan bug á honum á fáum dögum. -o- Sumarið 1942 var kaupakona heima í Gröf kona, er Sigríður hét Jakobsdóttir, ættuð norðan af Ströndum. Nótt eina lét hún illa í svefni. Að morgni sagði hún draum sinn. Mikill maður, svart- klæddur kom að rúmi hennar og bar hvassbrýndan ljá, er hann otaði fram. Mamma batt þetta efni í bögu: í svefni örðugt seims var gná, sízt má hörðu leyna: Siggu gjörði sækja á svartur njörður fleina. Þetta var seinasta vísa mömmu. Sex vikum seinna dó hún í rúmi Sigríðar Jakobsdóttur eftir fárra daga legu. Söga Jensínu Björnsdóttur frá Gröf, nú að Brú undir Eyjafjöllum. Goðasteinn 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.