Goðasteinn - 01.09.1962, Page 16

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 16
göngumenn þreyttír og hraktir og stunditm særðir á fótum eftir sand, sem smaug gegnum sokkana og frosna skó. Það var talsvert starf að hirða sokka og skó, ef margir menn komu saman, 6-8 í hóp, sem ekki var ótítt. Sjálfsagt var að þvo og þurrka sokkana, svo að menn gætu farið í þurrt að morgni. Það var þó ekki auðvelt, meðan ekki var til annað eldstæði á bænum en einar hlóðir. Bezta ráðið var að vinda sokkana upp úr heitu vatni og leggja þá svo milli undirsængur og rekkjuvoðar í rúmunum. Þeir þornuðu þá næturlangt af ylnum frá fólkinu. Þetta breyttist, þegar kolaeldavél var fengin skömmu eftir aldamótin. Plögg voru þá þurrkuð á reykrörinu og vélinni sjálfri. Ég held, að það hafi þótt sjálfsagt að taka svo vel á móti útversmönnunum sem hægt var. Það var erfið ganga að fara um hávetur af austursveitum hér í sýslu og vestur á Reykjanes, troða snjó, vaða vötn og bera þungar byrðar. Vermcnnirnir þörfnuðust þess að fá góðar viðtökur á gististöðum. Nú gengur enginn þessa leið, þótt farið sé til sjávar. í dag setjast menn inn í lokaða vagna, upphitaða og þægilega, og vagnarnir renna með flughraða á einum degi þá vegalengd, sem gangandi menn fóru á heilli viku. Þessi mikli munur á ferðalögum, nú og áður, er eitt af mörgu, sem nútímamönnum hefur gefizt til að gera lífið léttara og lífsbar- áttuna hægari en áður var. 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.