Goðasteinn - 01.09.1962, Side 11

Goðasteinn - 01.09.1962, Side 11
öllu vesturloftinu var grá kuldablika og næstum svört niður við sjóndeildarhring. Svo gekk ég inn. Það var notalegt að koma í hlýjuna, upp á loftið í fjósbaðstofunni. Hún var ekki stór né háreist, en jafnan hlý, og það var mikils virði í vetrarkuldanum. Ljós var kveikt í baðstofunni, þegar aldimmt var orðið, og kvöldvakan byrjaði á því, að kvöldverðurinn var borinn inn, og aliir neyttu hans með góðri lyst. Eftir kvöidmatinn tók fólkið til við vinnu sína, eins og venja var öll kvöld vetrarins, svo lengi sem ljós var kveikt. Klukkan hefur líklega verið orðin átta, þcgar allt í einu og öllum að óvörum voru barin nokkur högg á útidyrnar, sem voru fyrir ganginum og baðstofunni. Að sjálfsögðu var fljótt brugðið við, og einhver fór til dyra til að taka á móti þessum óvænta gesti. Eftir litla stund kom hann upp í baðstofuna. Snjóugur var hann nokkuð, en furðulegra þótti mér, að fötin voru ein klaka- brynja upp að mitti. Gestinum var vísað til sætis á rúmi, sem var gegnt uppgöngunni. Hann sagðist heita Þorvarður og eiga heima austur í Landbroti, en nú væri hann að fara í útver ásamt þremur öðrum. Síðastliðna nótt gistu þeir í Álftaverinu, iögðu af stað þaðan strax að morgni og ætluðu að ná til Víkur. Færð var sæmileg, og þeim gekk vel yfir eystri hluta sandsins. Ekki báru þeir neiria bagga, höfðu einn hest með í förinni til að bera föt og færur. Segir svo ekki af ferð þeirra, fyrr en þeir voru komnir nálega vestur á móts við Hjörleifshöfða. Þar varð fyrir þeim kolmórautt jökulvatn, sem rann í flugstreng milli skara. Áttu þeir félagar þess enga von, enda nálega einsdæmi, að jökulvatn kæmi fram sandinn um hávetur. Tveir félagar Þorvarðar voru ungir menn, innan við tvítugt og naumast íullharðnaðir, sá þriðji, sem hét Jón, var á bezta aldursskeiði. Þeir Þorvarður og Jón sögðu pilt- unum að bíða með hestinn við vatnið, meðan þeir könnuðu, hvernig það væri yfirferðar. Lögðu þeir svo út í álinn, en hann var bæði dýpri og straumharðari en þeir hugðu, og náðu þeir naumlega vesturbakkanum. Þorvarður var heldur fljótari yfir, og þó djúpt væri við skörina, komst hann upp úr álnum. Vatnið Goðasteinn 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.