Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 49

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 49
greip mig geigur að ráði, ég fór á svig við hrútinn, gekk aftur á bak að eldhúsdyrunum, seildist eftir spýtunum inn á hlóðarnar og hafði ekki augun af skepnunni. Fór ég að engu óðslega, lokaði húsinu vandlega og ætlaði síðan að huga að markinu á hrútnum. Kallaði ég til hans vorkunnsamlega: „Aumingja hrúturinn minn“ og færði mig nær honum. Allt í einu var ég gripin óþægilegum grun, þótti furðu gegna um það, hvað kindin var spök. Setti ég þá uppkveikjuna í svuntu mína og festi hana upp. Að því búnu klappaði ég saman iófunum og blístraði hvellt. Við það tók skepnan heldur viðbragð. Þarna voru þrjú gulrófnades, blaut mjög eftir votviðrið. Hrúturinn þaut þvert yfir desin, og slamsaði mikið í honum á hlaupunum. Ég hljóp í öfuga átt, til bæjar, og kvað við hátt, er ég skellti dráttarhurðinni í ganginum á eftir mér. Lét ég þess þegar getið, hvað fyrir mig hafði komið, ætlaði, að allt væri með felldu, og sagði, að spor myndu sanna mál mitt, því það hefði slamsað svo mikið í drullunni. Sýslumaðurinn heyrði hávaðann í mér, kom fram og sagði: „Hver andskotinn gengur á? Ertu alveg að verða vitlaus, barn?“ Ég endurtók frásögn mína, sagði, að fullorðnu hrútarnir væru komnir heim, einn hefði orðið á vegi mínum, líklega helzt hann Kársstaða-hrússi. Hann var frá Kársstöðum í Landbroti og bar af öllum hrútunum. Sýslumaður bað þá Bensa að fara út og huga að hrútunum. Hann gerði svo og kom inn jafnnær. Engin ummerki eftir sauð- kind sáust þá eða seinna, þar sem ég hafði vísað til. Stefán Þorvaldsson kom heim að Klaustri daginn eftir og kunni ekki að segja frá neinu hrútahvarfi. Hrútarnir höfðu verið byrgðir í húsi um nóttina. Hrúturinn minn var því óráðin gáta. Það var helzt Sigurður gamli, heimamaður á Klaustri, sem lét mig ráða í það, að ég hefði farið með rétt mál. Hann átti von á einhverju svipuðu og sagði, að það sæist í allra kvikinda líki. Ég var minnt á þennan atburð langt fram eftir vetrinum, einkum þegar tunglið bar sæmilega birtu. Sýslumaður giotti þá stundum meiniega og sagði: „Nú er hrútaskyggnið gott, Geirlaug“. Sögn Geirlaugar Filippusdóttur frá Kálfafellskoti. Godasteinn 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.