Goðasteinn - 01.06.1976, Side 11

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 11
sólskin hafði verið um daginn. Páll var gegndrepa. Var nú brugð- ist fljótt við að hita kaffi og ylja Páli, og gre.ip ég lausa fjöl úr rúmbotni mínum og braut hana í uppkveikju, því skortur var þar á þá stundina. Páll var hress þó væri hann búinn að ganga með viðarhesta sína sunnan af Fellsmýri, fjögra tíma lestagang. Páll miðlaði okkur af fróðleik sínum, því hann var víðlesinn. Hann var uppalinn á Fagurhólsmýri hjá móðursystur sinni og Ara Hálfdanarsyni, sem var þjóðkunnur maður. Blöð og bækur voru ekki af skornum skammti hjá Ara en nóg að vinna og mikil regla við öll störf á því stóra heimili. Ari gegnd.i mörgum trúnaðarstörfum og Þorlákur Þoriáksson, uppalinn á Hofi í Öræfum, sagði að Öræfingar hefðu Ara fyrir sinn guð. Allt var nýtt, sem notast gat og fólki varð gott af. Þá var ekki hent nýbornum kálfum fyrir hunda og hrafna cins og síðar varð siður hjá sumum að sagt er. Nú mun þó svo komið hjá flestum að nýfæddum kálfum er yfirleitt ekki slátrað heldur eru þeir aldir til slátrunar og innleggs. Þegar fyrsta kýr bar hjá móður minni eða nábúakonu hennar, Guðrúnu Flallsdóttur, þá gáfu þær hvor annari hálfan kálfinn. Kálfskjötið þótti sá fínasti og hollasti kjötmatur. Kálfarnir voru iátnir lifa í þrjá daga til þess að broddurinn yrði að drafla í iðrinu, sem var blásið upp og notað tii skyrgerðar. Það var þurrkað upp í eldhúsrjáfri, síðar látið í kyrnu með saltvatni. Allt var notað af kálfunum, haus og lappir, jafnvel garnir, sem voru ristar, skafnar og þvegnar, vafðar í Bagga og settar í sýru. Úr blóðinu var gerður blóðgrautur, bættur með rjóma eða smjöri. Eftir að ég kom að Uppsölum, kom í heimsókn maður fæddur í Þingeyjarsýslu. Svo stóð á að Jón mágur minn var að borða blóð- graut úr aski sínum, sem tók 4 merkur. Maðurinn spurði, hvað hann væri að borða. Jón sagði honum og spurði, hvort hann vildi smakka. Það var þegið. Jón sótti spón handa manninum og þeir kláruðu úr askinum og maðurinn sagði: „Þetta er barasta sá besti grautur, sem ég hef smakkað.“ Heiðargrös voru mikið notuð, soðin í rauðseyddri mjóik, einnig Goðasteinn 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.