Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 26
góðan skilning á kverkorni sínu að ætla því hæli í bóka-
safni þjóðarinnar.
Föng skrifarans í Skálakoti
Hvaðan barst Sighvati í Skálakoti allur sá forði handrita
sem hann hafði undir höndum í skrifarastarfi? Pekkt
handrit hans nú nema nær einum tug og gott mætti þykja
ef það væri tíundi hluti þess sem hann skrifaði á 60 ára
tímabili. Mikið er greinilega skrifað í heimilisbókasafn,
annað eftir beiðni til atvinnuskrifarans. Margra grasa
kennir í handritum Sighvats, þar eru íslendingasögur,
riddarasögur, rímur frá 16. öld til 19. aldar, kvæði allt
frá Lofti Guttormssyni og Einari fóstra til samtíðar-
manna Sighvats, Benedikts skálda og Jóns Torfabróður.
þess verður vart að gömul skjöl hafa legið í Skálakoti
hjá Sighvati.
Handrit Sighvats bera því vitni að hann býr ekki í
bóksnauðu umhverfi, enda líklega leitun þá á því sveita-
heimili sem ekki átti fleira eða færra handrita. Ófátt
handrita kann Sighvatur að hafa fengið að láni hjá sókn-
arprestum sínum í Holti, Páli Sigurðssyni, Árna Sig-
urðssyni, Jóni Jónssyni, Brynjólfi Sívertsen, Porvaldi
Böðvarssyni. Skinnbréf Holtsstaðar lágu þá enn í Holti.
Séra Markús Jónsson afritaði þau um 1840 og þar með
voru dagar þeirra taldir. Sama saga gerðist þá á Breiða-
bólstað. Land, sem virtist gersópað að gömlum handrit-
um um aldamótin 1700, var greinilega ekki á andlegum
vonarvöl þrátt fyrir allt, arfur feðra og mæðra hélt velli.
Bókasafn Einars Sighvatssonar
Allur kjarninn úr bóka- og handritasafni Sighvats í Skála-
koti hefur við lát hans 1846 farið beina leið í bókasafn
24
Goðasteina