Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 92
fyrir margvíslega og fagra leirkerasmíð, enda hafa þeir
gott hráefni nærtækt á eyjunni. Fyrrum smíðuðu menn
þarna stórar og fagrar klukkur, sem báru hróður list-
fengra handverksmanna út um víða veröld. Petta voru
hinar nafntoguðu Borgundarhólmsklukkur, sem meðal
annars voru til á allmörgum íslenskum heimilum á 19.
öld og lengur og eru nú mjög eftirsóttar sem safngripir.
Loks má svo minna á tiltölulega nýja atvinnugrein sem
er margs konar þjónusta við ferðamenn, er leita til evjar-
innar í hundruðum þúsunda á sumri hverju. Veitir slíkt
fjölda fólks mikla atvinnu frá vori til hausts.
Borgundarhólmur á sér afar langa sögu, þótt lengst af
væri hún ekki skráð. Veiðimenn og safnarar tóku sér
bólfestu á eyjunni fljótlega upp úr síðustu ísöld. Hafa
fornleifafræðingar fundið margar og merkar minjar um
fyrri íbúa frá steinöld, bronsöld og járnöld. En ekki var
það fyrr en tiltölulega seint sem raunveruleg og slcráð
saga tók að varpa ljósi sínu á land og fólk. Það gerðist
seint á 9. öld eða um það leyti sem ísland var að byggj-
ast að engilsaxneskur landkönnuður, Wúlfstan að nafni,
sigldi um Eystrasalt og getur þá í skráðri frásögn sinni
um Borgundarhólm. Farast honum orð á þessa leið:
„Búrgunda land höfum við á bakborða og það hefur sinn
eigin konung." Meira var það ekki í þetta sinn og síðan
líða næstum tvær aldir, þar til samtíma heimildir segja
næst frá þessu afskekkta eylandi. Pá skrifar sagnritarinn
Adam af Brimum um Borgundarhólm og segir hann vera
bækistöð heiðingja þeirra, er sigli til Rússlands og á þá
við víkinga sem herja í austurvegi. En á 11. öld, þegar
Adam af Brimum skráir þennan fróðleik, er ekki lengur
konungur á Borgundarhólmi, því að þá var Danmörk
fyrir allnokkrum tíma sameinuð í eitt ríki og eyjan orðin
danskt land líkt og syðsti hluti sænska meginlandsins.
Fara síðan fáar sögur af Borgundarhólmi, nema hvað
sagt er frá víkingum og stríðshetjum þaðan bæði í Jóms-
víkingasögu og Heimskringlu, en þar segja íslenskir sagn-
90
Goðasteinn