Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 53
sveitamenningar sátu þar í öndvegi. Sigurjón sonur Puríð-
ar var víðkunnur fyrir hagleik og til hans sótt af stóru
svæði með mörg vandkvæði í smíði. Þarna var réttnefnt
iðnaðarheimili á tímabili. í smiðju og smíðahúsi var á
vetrum unnið að gerð aktygja, vagnhjóla og annarrar ný-
smíði nýrrar aldar. Á kvöldvökum fluttu handiðnir til
baðstofu. Þar sat Sigurjón þá og saumaði leðurstígvél
og allir höfðu eitthvað nytsamt að vinna.
I önnum dagsins kom fyrir að Sigurjón brá sér inn í
baðstofu til að fá sér litla hvíldarstund í návist móður
sinnar og tók þá stundum svo til orða: „Geturðu nú ekki
sagt mér svosem eina kellingarsögu til dægrastyttingar,
mamma mín?" Þá var gamla konan vís til þess að svara:
„Kellingasögur kann ég engar en eins og eina kallasögu
kynni ég að geta sagt þér, sonur sæll," og eitthvað var
þá dregið úr djúpi hugans. Sannast sagna átti Þuríður
gnægðir af mannlífssögum, jafnt karla sem kvenna. Ekki
á ég von þess að hitta hennar líka hérna megin grafar.
Hjá Þorbjörgu á Rauðhálsi
Ég fylgdi Guðrúnu frá Norðurgarði til grafar á Skeiðflöt.
Nú moldeys presturinn kistuna inni í kirkjunni en allir
ganga þó á eftir kistunni út að gröfinni og varpa hinstu
kveðju á hinn látna með signingu og ef vel er einhverri
hljóðri bæn. Nú er kistan ekki látin síga ofan í gröfina
fyrr en líkfylgdin er brottu.
Það var erfisdrykkja á Ketilsstöðum og gamli maður-
inn, Jón frá Norðurgarði, heilsaði mér innilega. „Mikið
var gaman að koma í safnið til þín í sumar." Jú, þá skein
sólin blessuð í heiði, fjölskyldan var öll söfnuð saman,
allt glatt og bjart en nú var mesta öryggið horfið. Á eftir
brá ég mér austur yfir hæðina, til Þorbjargar á Rauð-
hálsi, það er svo gaman að hitta hana að máli, hlusta á
Goðasteinn
51