Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 69
Þessi fræðsla Jóns mun hafa verið hin fyrsta á þeim
tíma undir Eyjafjöllum að frádregnum lestri, kveri og
biblíusagna lærdómi sem prestar önnuðust. Árið eptir
bað Sveinbjörn prestur Guðmundsson í Holti, faðir Jóns,
Bergstein bónda Einarsson á Fitjarmýri að lofa Vigfúsi
syni Bergsteins að vera mánaðartíma í Holti til þess að
Jón gæti kennt honum skrift og reikning. Bergsteinn
leyfði þetta og var svo Vigfús í Holti einn mánuð og
lærði að pára, reikna vel og dálítið í dönsku. Þegar mán-
uðurinn var liðinn, kom Bergsteinn að Holti til þess að
sækja son sinn. Jón spurði þá Bergstein hvort hann ætl-
aði ekki að láta son sinn læra í latínuskóla. Bergsteinn
kvaðst ekki hafa efni til þess og var hann þó vel stand-
andi maður að efnum. Jón spurði þá: „Má ég ekki kosta
hann?“ Bergsteinn svaraði: „Nei, ég má ómögulega missa
hann frá vinnunni."
Jón var í þá daga örlyndur mjög. Þegar hann heyrði
svarið, kreppti hann hnefann í vasanum og var rétt að
segja kominn með hann út úr vasanum til að slá Berg-
stein utan undir en varð mátulega fljótur að átta sig,
gekk út þegjandi, fór í leyni og — grét sáran. Vigfús
hefur reynst frábærlega vandaður maður, verið hrepp-
stjóri, hreppsnefndaroddviti, sýslunefndarmaður, sátta-
maður og yfir höfuð trúnaðarmaður sveitunga sinna og
komið mjög mörgu góðu til leiðar svo lítið hefur borið á.
Árin eptir að Jón kenndi Vigfúsi kenndi hann ýmsum
unglingum skrift og reikning þangað til lögin um upp-
fræðing barna í skrift og reikningi komu til framkvæmda.
Tóku þá sóknarnefndarmenn að gefa börnum forskriftir
og upphafsstafi á ýmsan pappír að stærð og lögun. Sig-
hvatur alþm. Árnason og Jón Sigurðsson í Syðstu-Mörk
voru þá best skrifandi menn undir Eyjafjöllum næst
Jóni. Gáfu þeir börnum forskriftir á góðan pappír óböggl-
aðan, og voru þær forskriftir betri en ekkert. Reiknings-
kennslan mun hafa verið af skornum skammti fyrst fram
eptir. Pappírinn með forskriftunum á afhentu sóknar-
Goðasteinn
67