Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 80
Jón R. Hjálmarsson:
Úr fórum Jóns Pálssonar
Ég er aldmótamaður og Rangvellingur, því að ég fæddist
í þennan heim 2. júní árið 1900 á Gaddstöðum á Rangár-
völlum, þar sem nú er Hellukauptún. Tveggja ára gamall
fluttist ég með foreldrum mínum að Bakkakoti, sem er
einn hinna svonefndu Bakkabæja. Petta bæjarhverfi telst
til Rangárvallahrepps, þótt það sé framan þverár, og því
áttum við kirkjusókn að Odda. Pegar við fórum til
kirkju frá Bakkakoti, sem venjulega var þriðja hvern
sunnudag, vorum við ferjuð yfir ána hjá Fróðholtshjá-
leigu, en síðan fórum við gangandi fyrir neðan Oddhól
og alla leið upp að Odda, sem var seinfarin og afar vond
leið. En fólk var kirkjurækið og lét þetta ekki aftra sér
frá því að sækja messu. Prestur okkar í Odda var fyrst
séra Skúli Skúlason, en séra Erlendur Pórðarson tók
svo við af honum árið 1918. Pað var faðir hans, Þórður
Flóventsson. sem rak fé prestsins suður Sprengisand og
gerði því skó, svo að það yrði ekki eins sárfætt á leiðinni.
Ég ólst upp í Bakkakoti frá því ég var á þriðja ári.
Var ég þar síðan viðloðandi alla tíð til 28 ára aldurs, þótt
ég stundaði vinnu á ýmsum stöðum. En vorið 1928 festi
ég ráð mitt og fór að búa. Jarðnæði fengum við þá í
Móeiðarhvolshjáleigu, þar sem við bjuggum næstu fimm
ár. Okkur leið þar allvel, en jörðin er lítil og kostarýr.
Pegar svo stóð til að selja hana, leist mér ekki á að leggja
í hana fé og fluttist burtu. Þetta sama vor var Þorsteinn
Björnsson, sem þá rak verslun á Hellu, að fala mig til
sín sem bílstjóra og lagði fast að mér að koma. Jarðnæði
lá nú ekki á lausu á þessum árum og munaði því mjóu
78
Goðasteinn