Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 95

Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 95
Um vorið kom líka sænskur landstjóri, Printzenskjöld að nafni, til eyjarinnar og tók við stjórninni. Þess var óðar krafist að prestar bæðu fyrir kóngi og drottningu Svía í öllum kirkjum og annað var eftir því, þar sem gera átti íbúana að sænskum þegnum á sem allra skemmstum tíma. En fólkið á Borgundarhólmi var ekki sama sinnis og hinir sænsku drottnarar þess, er sátu við alvæpni í Hamarshúskastala. Einkum vakti það mikla gremju, þegar Svíakonungur tók að krefja þá um unga menn til herjyjónustu á framandi slóðum, því að það hafði verið föst venja að þeir sinntu aðeins vörnum síns heimalands. Óánægjan gerjaði um skeið, en ekki leið á löngu þar til nokkrir ungir fullhugar bundust samtökum um að taka völdin á eyjunni og reka Svía af höndum sér. Helstu forsprakkar þessa samsæris voru Jens Kofoed, Peder Olsen og presturinn Povl Ancher. Um haustið og framan af vetri 1658 unnu þeir með leynd að áformum sínum. Sænski landstjórinn krafði inn skatta og skyldur með harðri hendi og hótaði mönnum afarkostum. ef ekki gengi allt sem skyldi. Hann átti von á hermönnum frá Svíþjóð í byrjun desember og þegar það vitnaðist, sýndist samsærismönnum ráðlegast að slá til. áður en liðsaukinn bærist. Hinn 8. desember reið Printzenskjöld landstjóri frá Hamarshúsi til Rönne og ætlaði þaðan með skipi yfir til Svíþjóðar til að sækja herstyrk sinn. Pá var ekki eftir neinu að bíða og ákváðu samsærismenn að ná landstjór- anum á sitt vald. í rökkurbyrjun þennan desemberdag gekk landstjórinn inn í hús Möllers borgarstjóra í Rönne og hugðist hvíla sig þar um stund. En varla hafði hann tekið sér sæti, þegar Jens Kofoed og þrír aðrir menn ruddust inn í húsið alvopnaðir og vildu handtaka hann. Landstjórinn reyndi í fyrstu að verja sig, en var skjótt yfirbugaður og afvopnaður. Samsærismenn leiddu hann síðan út á götu og hugðust fara með hann til fanga- kjallara í ráðhúsi bæjarins. En á leiðinni til ráðhússins Goðasteinn 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.06.1983)
https://timarit.is/issue/435498

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.06.1983)

Aðgerðir: