Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 56
þennan góða miðsvetrardag, á fannskreyttar hlíðarnar
vestan í Reynisfjalli, á auðar engjarnar niðri við ósinn, á
Dyrhólaey með öll sín fyrirheit, og Skessudrangurinn
teygðist í átt til himins úti í sjónum sunnan undir Reynis-
fjalli. „Pað vantaði mikið ef hann væri ekki þarna," sagði
Porbjörg, „og þó er nú ekkert að sjá hann móti því, sem
verið hafði fyrir Erlingsveðrið." Ég hváði, „Erlingsveðr-
ið?" „Já, það var kennt við hann Erling á Sólheimum,
veðrið brast á rétt upp úr þurru, þegar þau Erlingur og
Hallbera voru gift, konurnar fuku úr söðlunum, og kall-
mennirnir misstu hattana, og Skessudrangurinn missti
höfuðið eins og segir í vísunni:
Mörgum við því hugur hraus,
hlaust af skaði og angur,
síðan hímir höfuðlaus
hái Skessudrangur.
Fram að því var hann líkur stórkonu. Gamla fólkið sagði
að tröllkall og tröllkelling hefðu ætlað að vaða sjóinn frá
Vestmannaeyjum austur til Mýrdals. Pau voru nátttröll
og kellingin varð það svifaseinni en kallinn að hann dag-
aði uppi við fjallsendann."
Þorbjörg minntist föður síns, sómabóndans Porsteins
Péturssonar á Rauðhálsi. Hann missti föður sinn aðeins
7 ára að aldri og var þá tættur til vandalausra í svo
miklu skyndi að hann fékk ekki að lcveðja móður sína.
Hann komst þó vel til manns og varð í bóndastöðu alltaf
fremur veitandi en þiggjandi, eins og sagt var. „Ég held
að Rauðhálsinn búi enn að bænunum hans," sagði Þor-
björg og svo fór hún að tala um eina verferð hans:
„Pabbi fór margar verðferðir gangandi suður, eins og þá
var venja. Einu sinni var hann einn síns liðs og bar pok-
ann sinn á bakinu. Seint um kvöld kom hann að koti
annað hvort vestast undir Eyjafjöllum eða austast í
Landeyjum, ég man ekki hvort heldur var. Hann gerði
54
Goðasteinn