Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 85
karli, en ég skipti mér ekkert af því. Við komum síðan
heim. störfuðum eitthvað, snæddum kvöldverð og bjugg-
umst síðan til að vaka um nóttina.
En síðla kvölds gengur pabbi fram og sópar þá út allan
bæinn drjúglanga stund með svartviðarhríslunni frá Pusa.
Svo kom hann inn og við settumst um kyrrt í baðstof-
unni og biðum átekta. Sátum við þannig uppi alla nótt-
ina, en þá brá svo við að ekkert gerðist eða heyrðist og
urðum við einskis varir. Og það var ekki nóg með það,
heldur hvarf þessi reimleiki eða ókyrrð þar með fyrir
fullt og allt frá Móeiðarhvolshjáleigu, svo að ég varð þar
ekki var við neitt óvenjulegt upp frá því.
Pannig var mál með vexti um þessa ókyrrð að maður,
sem búið hafði í Móeiðarhvolshjáleigu snemma á öldinni,
veiktist skyndilega og dó í sláttarbyrjun. Pað orð komst
fljótt á að hann lægi ekki alveg kyrr og ylli þessum
furðulegu látum í bænum. Ekkjan eftir þennan mann
var, þegar hér var komið, í vist hjá Boga Thorarensen
í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Pað stóð heima, þegar um-
gangurinn hvarf frá Móeiðarhvolshjáleigu, þá byrjaði
hann upp á Kirkjubæ og fylgdi þessari konu upp frá því
um langt skeið. Pað var til dæmis elcki ósjaldan, þegar
Bogi á Kirkjubæ var að spila á kvöldin og fram á nótt
við gesti og heimamenn, að þá byrjaði þessi umgangur,
hurðarskellir og læti frammi í bænum. Spurðu þá gjarna
þeir sem lítt kunnugir voru, hvort Bogi vildi ekki ganga
fram, því að gestir mundu komnir. „Ég held að maður
sé nú ekki óvanur að heyra svona lagað á síðkvöldum,"
svaraði þá Bogi gjarna og hreyfði sig hvergi. En fólk
varð þreytt á þessari ókyrrð með tímanum og heyrt hef
ég að séra Erlendur Þórðarson í Odda hafi um síðir verið
fenginn til að biðja fyrir þessu, hvað svo sem það var.
Tókst honum það svo vel að þessi umgangur hvarf með
öllu og varð hans ekki vart upp frá því. Engar skýringar
kann ég á þessu fyrirbæri, en trúað gæti ég að þar hefði
Goðasteinn
83