Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 40
hlaðinn og vel búinn. Veggurinn að austan var hlaðinn
upp í seilingarhæð og veitti ekki af því stundum voru
hörð veður af austri og landnorðri í Vallatúni. Að norðan
hafði heygarðurinn skjól af fjósi og bæ. Tvö des voru í
heygarðinum. Þarna voru á hverju hausti tvö vel mænd
hey og venjulega með sílgrænu heyi. Yfir geilarnar var
gert með skógviði og smáspýtum, undir torfi, og hey-
strengir úr torfi lágu upp á hausinn á heyjunum hældir
niður með heyspýtum. Sveinn átti sömu holutrén frá ári
til árs. Heyholan hans var vel um gengin og einhvern
veginn finnst mér að ég hafi aldrei séð grænna hey úr
stáli en þar. Heygarðurinn stóð á gömlu bæjarstæði. Þar
hafði vinkona mín Sigurbjörg Guðmundsdóttir á Syðstu-
Grund fæðst árið 1852.
Sveinn átti sér fjárhús um fimm mínútna gang til út-
norðurs frá bænum. Við nefndum það Sveinhús. Það sneri
frá austri til vesturs. Dyr móti vestri, hurð lokað með
lokum og kengjum í dyrastöfum. í fjárhúsinu voru venju-
lega 20—30 ær, sameign Sveins og Laugu systur hans.
Af þeim höfðu þau framfæri sitt að nokkru. Norðan við
bæinn var garðhola, Sveinsgarður, sem gaf árvissa upp-
skeru af kartöflum og í heimagarði átti Lauga nokkur
rófudes.
Um blautan veg og keldur, Vöslurnar, var að ganga á
fjárhúsið og kindameisinn alltaf borinn á baki. Fjárhús-
gatan var lögð stíflum, en svo nefndust kekkir sem
stungnir voru upp og lagðir þversum í mýrina með hæfi-
legu millibili til að stikla á fyrir gangandi mann. Sveinn
hafði slægju á leigu í Vallatúnsengjum hjá séra Jakob Ó.
Lárussyni í Holti, tvær skákar af fremur góðu slægju-
landi. Þar sló hann og heyjaði með hjálp systur sinnar.
Fyrir kom að hann sló útskefjar austur á Jónshorni í
slægjum föður míns.
Allt líf þessa gamla manns einkenndist af hófsemi,
unað var vel við það að hafa til hnífs og skeiðar, að geta
klætt af sér kuldann. Afgangur frá daglegum þörfum
38
Goðasteinn