Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 27
sonarins Einars hreppstjóra á Ysta-Skála. Einar andaðist
í árslok 1878, ellimóður, þrotinn að kröftum. Um verð-
mætustu eignir hans á mælikvarða nútíðar, bækur og
handrit vitum við of fátt í svipinn. Jón Árnason þjóð-
sagnasafnari og bókavörður Stiftsbókasafnsins í Reykja-
vík beitti sér fyrir því árið 1865 að skráðar væru gamlar,
prentaðar íslepskar bækur víðsvegar um landið. Öllum
sóknarprestum var sent umburðarbréf um þetta og þeim
falin skráningin. Fyrir atbeina hennar mun Jón hafa eign-
ast ekki svo fáar fágætar bækur, sem hann seldi síðar
Williard Fislce og sem nú er að finna í bókasafni Cornell
háskólans í Bandaríkjunum.
í dagbók Einars Sighvatssonar 21. febrúar 1869 er
skráð: „Farið að skrifa upp gamlar bækur í Holtssókn."
Par tókst þá svo til að Einar vildi sjálfur skrá bækur
sínar. í bréfi til Jóns Árnasonar 9. apríl 1869 biður hann
Jón að misvirða það ekki þó hann geti ekki sent upp-
teiknan yfir það lítið hann eigi af bókum með sömu póst-
ferð og bréfið, hann sé ekki alveg klár með hana. Einna
helst er svo að sjá að þessi bókaskrá hafi aldrei borist
Jóni og veit ég ekkert meira um hana að segja. Sjá má
að „Ármann á alþingi" hefur Jón Árnason fengið hjá
Einari á Skála.
Jón Borgfirðingur gisti hjá Einari Sighvatssyni 14. júlí
1861 og getur þess í dagbókum þeirra beggja. Jón minn-
ist Einars með lofi og er umsögn hans varðveitt í tveim-
ur gerðum: „Um nóttina var ég hjá Einari Sighvatssyni.
Hann var fróðastur allra þeirra manna er ég hitti á Suð-
urlandi í ferðinni og á mikið bókasafn." — „Annar (þ. e.
bókamaður) er á Ysta-Skála, gamall maður, Einar að
nafni, sem safnað hefur gömlum og nýjum bókum bæði
skrifuðum og prentuðum. Hann er hinn mesti fræðimað-
ur." Jón Borgfirðingur kallaði eklci allt ömmu sína, þar
sem bækur voru á öðru leitinu, og er þessi umsögn hans
um bókasafn Einars á Skála hin merkasta.
Einar hefur átt flest af því sem máli skipti af íslensk-
Goðasteinn
25