Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 122
Byggðasafnið í Skógum 1980
Skýrsla safnvarðar
Byggðasafninu í Skógum var haldið opnu til móttöku
gesta á tímabilinu 15. maí til 15. september 1980 eins og
venja hefur verið undanfarin ár. Gestafjöldi á þessu
tímabili varð 6070, en þess ber þó raunar að geta að eldci
skrá allir gestir nöfn sín í gestabók safnsins, m. a. út-
lendir gestir í hópferðum, en fararstjórar og leiðsögu-
menn gefa þá upp tölu gesta. Lætur nærri að helmingur
gesta sé útlendir ferðamenn og tengist þetta starfi Hótel
Eddu, sem starfar í Skógaskóla í júní til ágúst. Gesta-
komur eru langsamlega flestar í júlí og framan af ágúst.
Ferðamannatíminn gefur safnverði nóg að starfa, með-
an hann stendur yfir, í móttöku gesta og daglegri umsjón
safnsins. Eftir 15. september hófst endurbygging gamla
íbúðarhússins frá Holti á Síðu, sem flutt var til safnsins
sumarið 1979. Innréttingu hússins er nú langt komið.
Húsið er með hæð, kjallara og risi, 40 m2 að flatarmáli.
Á hæðinni eru tvær stofur og eldhús, auk forstofu. Risið
er undir skarsúð og er því skipt í þrjú herbergi, sem voru
svefnloft fjölskyldunnar í Holti. Fullbúið mun húsið verða
merk heimild um þáttaskilin í íslenskri húsagerð frá
torfbæ til timburhúss og húsbúnaður þess mun létta þann
vanda, sem byggðasafnið á við að etja í ofhlöðnu sýn-
ingarhúsnæði og skorti á geymslurými. Kjallari hússins
mun aðeins notaður sem geymsla. Vonir standa til að
hægt verði að fullgera Holtshúsið árið 1981.
Framlag Þjóðhátíðarsjóðs og Húsafriðunarsjóðs 1980,
alls 3 milljónir króna, leysti fjárþörf Holtshússins árið
120
Goðasteinn