Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 96
kvað skyndilega við skothvellur. Ungur maður í liði
Kofoeds hafði hleypt af þessu skoti á landstjórann, svo
að hann féll á götuna og var dauður. Þetta var raunar
hið mesta slysaskot, því að samsærismenn höfðu hugsað
sér að nota landstjórann sem gísl til að þvinga fram upp-
gjöf sænska herliðsins í Hamarshúskastala. Aldrei varð
upplýst af hverju maðurinn skaut á fangann, en talið að
hann hafi óttast að landstjórinn hygðist reyna að flýja.
Eftir þennan atburð var ekki aftur snúið. Kirkjuklukk-
ur um alla eyjuna kvöddu menn til vopna. Allir Svíar í
Rönne og nágrenni voru gripnir og settir í varðhald.
Mikið herlið tók sér stöðu umhverfis Hamarshús og sáu
sænsku hermennirnir brátt sitt óvænna og gáfust upp.
Það sama gerðu líka aðrir Svíar á eyjunni, nema örfáir
sem féllu í bardögum. Þar með hafði uppreisnin heppn-
ast og forystumenn samsærisins fóru því næst til Kaup-
mannahafnar, þar sem þeir gengu fyrir konung sinn,
Friðrik 3., og afhentu honum Borgundarhólm á ný til
ævarandi eignar gegn hátíðlegum loforðum konungs um
að gæta eyjarinnar vel og vandlega. Hlutu sendimenn
þessir margvíslega umbun af konungi, er sýndi þeim
allan hugsanlegan sóma. Var þessi sigur samsærismanna
á Borgundarhólmi upphafið að því, að Dönum tók að
vegna betur en áður í þessu stríði. Nokkru síðar komst
líka á friður milli Danmerkur og Svíþjóðar og þurfti þá
Friðrik 3. að vinna mikið til, svo að hann fengi haldið
Borgundarhólmi. En konungur stóð við það sem hann
hafði lofað og Borgundarhólmur hefur alltaf síðan verið
danskt land.
Eftir þessi miklu hernaðarátök komst á friður á eynni,
sem að mestu hefur varað síðan í meira en þrjár aldir.
Svíar reyndu að vísu að hertaka eyjuna í skánska stríð-
inu 1675—79, en heimamenn hrundu árásum þeirra sem
og í Norðurlandaófriðnum mikla 1700—1721. Þá bitnaði
sjóhernaður Englendinga í Napóleonsstríðunum upp úr
aldamótunum 1800 talsvert á Borgundarhólmi. en íbú-
94
Goðasteinn