Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 112
Þorsteinn Einarsson:
í minningu séra Jes A.
Gíslasonar og Kristjönu
Ágústu Eymundsdóttur
Hinn 10. sept. 1974 heimsóttu hjónin Þorsteinn Einars-
son, íþróttafulltrúi. og Ásdís Jesdóttir, ásamt Herði Har-
aldssyni, kennara, Eyvindarhólakirkju undir Eyjafjöll-
um. Færðu þau kirkjunni forkunnarfagran sjö arma
ljósastjaka, sem afkomendur og ástvinir gáfu til minn-
ingar um prestshjónin í Eyvindarhólum, séra Jes Anders
Gíslason og Kristjönu Ágústu Eymundsdóttur. Viðstaddir
af heimamönnum voru séra Halldór Gunnarsson, Holti,
Gissur Gissurarson, Selkoti, Jón Sigurðsson. Eyvindar-
hólum, og Tómas Magnússon, Skarðshlíð, er veittu gjöf-
inni viðtöku. Við þetta tækifæri flutti Þorsteinn Einars-
son eftirfarandi ávarp. Goðasteini er það heiður að birta
erindi hans sem og ljóð Eiríks E. Sverrissonar, kennara,
er hann flutti við brottför séra Jes úr Mýrdal.
J. R. H.
Til Eyvindarhóla fluttu á fardögum 1896 prestshjónin
Kristjana Ágústa Eymundsdóttir og Jes Anders Gíslason.
Pann 28. maí þetta sama vor höfðu þau verið gefin
saman í hjónaband á heimili föðurbróður og fóstra brúð-
arinnar, Sigfúsar Eymundssonar, bóksala og ljósmyndara
í Reykjavík. Á heimili þeirra hjóna Sólveigar Daníelsdótt-
ur og Sigfúsar hafði Ágústa verið í fóstri frá 10 ára aldri,
110
Goðasteinn