Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 50
ekki er þykkara en vatn sagði gamla fólkið. Magnús í
Efri-Rotum var skáldmæltur nokkuð. Á unga aldri lærði
ég þessa vísu eftir hann:
Sá ég um nótt einn svartan hrók,
sínu í angurs kífi,
það var hann Láfi blóðmörsbrók,
burtstrokinn frá vífi.
Fleira væri hægt að tilfæra af skáldskap Magnúsar en of-
gnótt eiga íslendingar af slíkri ljóðagerð. Magnús faðir
Magnúsar í Lambhúshóli var einnig skáldmæltur. Eftir
hann lærði ég þessa vísu:
í húmborunni húka má,
hýr og lyndisglaður,
Árna kundur, Siggi sá,
sem er altalaður.
Altalaður var ofnotað orð hjá Sigurði þessum. Magnús
Pórðarson átti Guðbrandsbiblíu og mun hún hafa verið
komin frá forföður okkar svarta Gísla Öræfapresti.
Magnús í Lambhúshóli ólst upp með Hjálmari í Efri-
Rotum, föður Guðna, gáfuðum manni og hagvirkum.
Sonur Hjálmars og uppeldisbróðir Magnúsar var Eiríkur
kennari á Vegamótum í Vestmannaeyjum, vel menntaður
og virtur maður, skrifari einn sá besti og skáld gott.
Magnús var réttnefnd sagnalind, minnugur, í senn
greinargóður og gætinn í allri frásögn. Aftur um 1700
náðu sagnir hans, er hann sagði mér frá Skæringi bónda
á Ysta-Skála og brösum hans við Núpsmenn um Skær-
ingshólma. Magnús einn vissi ég kunna vísuna, er Skær-
ingur orti um þau viðskipti:
Þótt Núpsmennirnir nuddi nef
og nálega í höfuðið klóri,
af hólmanum ekki hafa þeir þef
héðan af meðan ég tóri.
48
Goðasteinn