Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 55
Guðrúnar var þá í Eyjum og hana langaði svo til að finna
hana, en hún átti illa heimangengt með börnin tvö, Ella
og Lóu, en það var aldrei löng gatan milli okkar á Rauð-
hálsi og þeirra í Norðurgarði. Foreldrar mínir voru þá
enn heil heilsu og hér var Bergþóra fóstursystir mín,
mágkona Guðrúnar. Við tókum blessuð börnin og Guð-
rún fór út, en henni legaðist á fimmtu viku. Ég man það
eins og það hefði skeð í gær, þegar Guðrún stóð hér við
rúmstokkinn hjá börnunum til að sækja þau og Elli
sagði: „Mikið varstu fljót, mamma mín!" Líklega hefur
þetta heimili aldrei fengið meira lof."
Og svo fórum við að tala saman um hana Viggu Ingva.
„Hún var hér í 12 ár. „Það er blessunarlega langur tími,"
sagði hún við mömmu. Ósköp þótti henni vænt um það,
þegar mamma sendi hana einhverra erinda á aðra bæi.
„Það er alltaf verið að tala um flakkið á stelpunni," varð
henni stundum að orði. Oft minntist Vigga á það, er hún
fylgdi Símoni Dalaskáldi frá Norður-Vík upp að Litlu-
Heiði. Símon fékk hross til reiðar, en Vigga skolckaði
með. Símon kvað vísu á leiðinni:
Símon gamli ríður Rauð,
röskum eftir vonum,
en veigaslóðin valla trauð,
Vigdís fylgir honum.
Ég man vel eftir Ingva gamla föður Viggu. Hann bjó í
kofa á Skagnesi og smíðaði mikið af ýmsum búsáhöldum
fyrir fólkið í sveitinni. Smjöröskjur hans voru eftirsóttar,
smíðaðar úr gyrðisvið austan af Bólhraunafjöru. Ég var
einu sinni send til hans að sækja smjöröskjur, það þótti
svo gott að eiga þær í ferðirnar og á engjarnar. Þá gaf
hann mér öskjur, sem ég átti lengi. Þær voru fallega
gerðar og með útskurði á lokinu. Allt er þetta löngu
glatað."
Það var laðandi að líta út um gluggann á Rauðhálsi
Goðasteirín
53