Goðasteinn - 01.06.1983, Page 69

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 69
Þessi fræðsla Jóns mun hafa verið hin fyrsta á þeim tíma undir Eyjafjöllum að frádregnum lestri, kveri og biblíusagna lærdómi sem prestar önnuðust. Árið eptir bað Sveinbjörn prestur Guðmundsson í Holti, faðir Jóns, Bergstein bónda Einarsson á Fitjarmýri að lofa Vigfúsi syni Bergsteins að vera mánaðartíma í Holti til þess að Jón gæti kennt honum skrift og reikning. Bergsteinn leyfði þetta og var svo Vigfús í Holti einn mánuð og lærði að pára, reikna vel og dálítið í dönsku. Þegar mán- uðurinn var liðinn, kom Bergsteinn að Holti til þess að sækja son sinn. Jón spurði þá Bergstein hvort hann ætl- aði ekki að láta son sinn læra í latínuskóla. Bergsteinn kvaðst ekki hafa efni til þess og var hann þó vel stand- andi maður að efnum. Jón spurði þá: „Má ég ekki kosta hann?“ Bergsteinn svaraði: „Nei, ég má ómögulega missa hann frá vinnunni." Jón var í þá daga örlyndur mjög. Þegar hann heyrði svarið, kreppti hann hnefann í vasanum og var rétt að segja kominn með hann út úr vasanum til að slá Berg- stein utan undir en varð mátulega fljótur að átta sig, gekk út þegjandi, fór í leyni og — grét sáran. Vigfús hefur reynst frábærlega vandaður maður, verið hrepp- stjóri, hreppsnefndaroddviti, sýslunefndarmaður, sátta- maður og yfir höfuð trúnaðarmaður sveitunga sinna og komið mjög mörgu góðu til leiðar svo lítið hefur borið á. Árin eptir að Jón kenndi Vigfúsi kenndi hann ýmsum unglingum skrift og reikning þangað til lögin um upp- fræðing barna í skrift og reikningi komu til framkvæmda. Tóku þá sóknarnefndarmenn að gefa börnum forskriftir og upphafsstafi á ýmsan pappír að stærð og lögun. Sig- hvatur alþm. Árnason og Jón Sigurðsson í Syðstu-Mörk voru þá best skrifandi menn undir Eyjafjöllum næst Jóni. Gáfu þeir börnum forskriftir á góðan pappír óböggl- aðan, og voru þær forskriftir betri en ekkert. Reiknings- kennslan mun hafa verið af skornum skammti fyrst fram eptir. Pappírinn með forskriftunum á afhentu sóknar- Goðasteinn 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.