Goðasteinn - 01.06.1983, Side 92

Goðasteinn - 01.06.1983, Side 92
fyrir margvíslega og fagra leirkerasmíð, enda hafa þeir gott hráefni nærtækt á eyjunni. Fyrrum smíðuðu menn þarna stórar og fagrar klukkur, sem báru hróður list- fengra handverksmanna út um víða veröld. Petta voru hinar nafntoguðu Borgundarhólmsklukkur, sem meðal annars voru til á allmörgum íslenskum heimilum á 19. öld og lengur og eru nú mjög eftirsóttar sem safngripir. Loks má svo minna á tiltölulega nýja atvinnugrein sem er margs konar þjónusta við ferðamenn, er leita til evjar- innar í hundruðum þúsunda á sumri hverju. Veitir slíkt fjölda fólks mikla atvinnu frá vori til hausts. Borgundarhólmur á sér afar langa sögu, þótt lengst af væri hún ekki skráð. Veiðimenn og safnarar tóku sér bólfestu á eyjunni fljótlega upp úr síðustu ísöld. Hafa fornleifafræðingar fundið margar og merkar minjar um fyrri íbúa frá steinöld, bronsöld og járnöld. En ekki var það fyrr en tiltölulega seint sem raunveruleg og slcráð saga tók að varpa ljósi sínu á land og fólk. Það gerðist seint á 9. öld eða um það leyti sem ísland var að byggj- ast að engilsaxneskur landkönnuður, Wúlfstan að nafni, sigldi um Eystrasalt og getur þá í skráðri frásögn sinni um Borgundarhólm. Farast honum orð á þessa leið: „Búrgunda land höfum við á bakborða og það hefur sinn eigin konung." Meira var það ekki í þetta sinn og síðan líða næstum tvær aldir, þar til samtíma heimildir segja næst frá þessu afskekkta eylandi. Pá skrifar sagnritarinn Adam af Brimum um Borgundarhólm og segir hann vera bækistöð heiðingja þeirra, er sigli til Rússlands og á þá við víkinga sem herja í austurvegi. En á 11. öld, þegar Adam af Brimum skráir þennan fróðleik, er ekki lengur konungur á Borgundarhólmi, því að þá var Danmörk fyrir allnokkrum tíma sameinuð í eitt ríki og eyjan orðin danskt land líkt og syðsti hluti sænska meginlandsins. Fara síðan fáar sögur af Borgundarhólmi, nema hvað sagt er frá víkingum og stríðshetjum þaðan bæði í Jóms- víkingasögu og Heimskringlu, en þar segja íslenskir sagn- 90 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar: 1. hefti (01.06.1983)
https://timarit.is/issue/435498

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. hefti (01.06.1983)

Handlinger: