Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 8

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 8
1953 komu 360 ha af graslendi til skipta milli 5 jarða, en óskipt er graslendi framan við gömlu reiðgöturnar sunnan Fornusanda og vestur um landið, að mestu nýgræður frá þessari öld. Landareignin er þríhyrningur, stýfður að ofan. Um 5 km breiður á sjávarsíðuna en mjókkar ört upp til landsins. Land Seljalandstorfunnar lá vestan að Sandalandi allt í sjó fram. Markið þar á milli var sjónhending úr Sefpolli vestan undir Efri-Rota túngarði í miðjan Bunka á Bjarnarey úti í hafi, þar sem elding er milli Austureyja (Bjarnareyjar og Elliðaeyjar). Fornu mörkin á austursíðuna milli Sandalands og Holtskirkjujarðarinnar Nýjabæjar voru úr Sandlæk upp í gamla stekkjatúnið á Söndum og í Hrafnabjörg á Seljalandi. Örnefnið Hrafnabjörg þekkist nú ekki en á án efa við mikla blá- grýtisbrík á svonefndu Leiti austan við Seljalandsbæi. Austan hennar fellur svonefnd Leitisá niður fjallshlíðina. Páll Sigurðsson alþingismaður í Árkvörn nefnir Hrafnabjörg öðru nafni Svörtu- björg í ritgerð sinni „Um örnefni og goðorð í Rangárþingi” í Safni til sögu íslands II, bls. 522. Um landamerkjalækinn Sandlæk getur í eignaskjölum og mál- dögum Holtskirkju, en hún átti „stóðhrossahöfn í Hófum fyrir utan Sandlæk sumar og vetur”. Enginn veit nú að segja frá stóð- hrossahöfninni í Hófum en hún hlýtur að hafa verið austast í Sandalandi og ekki ólíklega á því svæði sem síðar fór í sand. Heimildamaður að austurmörkum Sandatorfu var Tómas Sveinsson bóndi á Söndum á fyrra hluta 17. aldar. Jón Sigurðsson sagnamaður í Steinum undir Eyjafjöllum sá minningu hans borgið með því að skrá þjóðsögur er lengi höfðu gengið manna á milli undir Eyjafjöllum um kyngi og galdur Sandabóndans. Þær eru prentaðar í nýju útgáfunni af Þjóðsögum Jóns Árnasonar (3. bindi, bls. 568—570). Þar er Tómas látinn vera lærimeistari sr. Eiríks á Vogsósum. Hugsanlegt er að Tómas hafi verið sonur þess gamla, ráðvanda manns, Sveins Þorleifssonar, sem 17. mars 1608 gaf vitnisburð um reka Holtsstaðar, Hvammsstúf í Landeyjum. Sveinn var fæddur 1537, sonur Þorleifs Sveinssonar á Tjörnum undir Eyja- fjöllum. Tómas gaf skriflegan vitnisburð um landamörkin 7. maí 1639 á Söndum að beiðni sr. Þorsteins Jónssonar í Holti. Hafði hann þá átt heimili í Dalssókn í 60 ár og kynni að hafa verið nálægt 6 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.