Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 8
1953 komu 360 ha af graslendi til skipta milli 5 jarða, en óskipt er
graslendi framan við gömlu reiðgöturnar sunnan Fornusanda og
vestur um landið, að mestu nýgræður frá þessari öld. Landareignin
er þríhyrningur, stýfður að ofan. Um 5 km breiður á sjávarsíðuna
en mjókkar ört upp til landsins. Land Seljalandstorfunnar lá vestan
að Sandalandi allt í sjó fram. Markið þar á milli var sjónhending
úr Sefpolli vestan undir Efri-Rota túngarði í miðjan Bunka á
Bjarnarey úti í hafi, þar sem elding er milli Austureyja (Bjarnareyjar
og Elliðaeyjar). Fornu mörkin á austursíðuna milli Sandalands og
Holtskirkjujarðarinnar Nýjabæjar voru úr Sandlæk upp í gamla
stekkjatúnið á Söndum og í Hrafnabjörg á Seljalandi.
Örnefnið Hrafnabjörg þekkist nú ekki en á án efa við mikla blá-
grýtisbrík á svonefndu Leiti austan við Seljalandsbæi. Austan
hennar fellur svonefnd Leitisá niður fjallshlíðina. Páll Sigurðsson
alþingismaður í Árkvörn nefnir Hrafnabjörg öðru nafni Svörtu-
björg í ritgerð sinni „Um örnefni og goðorð í Rangárþingi” í Safni
til sögu íslands II, bls. 522.
Um landamerkjalækinn Sandlæk getur í eignaskjölum og mál-
dögum Holtskirkju, en hún átti „stóðhrossahöfn í Hófum fyrir
utan Sandlæk sumar og vetur”. Enginn veit nú að segja frá stóð-
hrossahöfninni í Hófum en hún hlýtur að hafa verið austast í
Sandalandi og ekki ólíklega á því svæði sem síðar fór í sand.
Heimildamaður að austurmörkum Sandatorfu var Tómas
Sveinsson bóndi á Söndum á fyrra hluta 17. aldar. Jón Sigurðsson
sagnamaður í Steinum undir Eyjafjöllum sá minningu hans borgið
með því að skrá þjóðsögur er lengi höfðu gengið manna á milli
undir Eyjafjöllum um kyngi og galdur Sandabóndans. Þær eru
prentaðar í nýju útgáfunni af Þjóðsögum Jóns Árnasonar (3. bindi,
bls. 568—570). Þar er Tómas látinn vera lærimeistari sr. Eiríks á
Vogsósum. Hugsanlegt er að Tómas hafi verið sonur þess gamla,
ráðvanda manns, Sveins Þorleifssonar, sem 17. mars 1608 gaf
vitnisburð um reka Holtsstaðar, Hvammsstúf í Landeyjum. Sveinn
var fæddur 1537, sonur Þorleifs Sveinssonar á Tjörnum undir Eyja-
fjöllum. Tómas gaf skriflegan vitnisburð um landamörkin 7. maí
1639 á Söndum að beiðni sr. Þorsteins Jónssonar í Holti. Hafði
hann þá átt heimili í Dalssókn í 60 ár og kynni að hafa verið nálægt
6
Goðasteinn