Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 38

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 38
Sigurður Björnsson: Kaldór í Orðabók Menningarsjóðs (útg. 1963) er orðið kaldór skýrt þannig: „Óhreint járn, sem vill hrökkva sundur þegar það er kald- hamrað sbr. rauðbroti”, en það orð er skýrt á sama hátt í bókinni. Orðabók Blöndals hefur einnig orðið kaldór og nefnir sem heimild rit Jóns Aðils „Einokunarverslun Dana á Islandi 1602—1787” gefið út í Reykjavík 1919 og tilfærir eftirfarandi: „Oft var fundið aðjárn- inu...og kvartað um „kaldór” í því”. Það er því líklegt að Jón hafi þarna haft fyrir sér eldri heimild um orðið en rekaskrár ísleifs Einarsson sýslumanns, sem eru í Alþingisbókum frá því um 1700, en í þeim er oft getið um nagla i spítum. Auðséð er á þessum skýrslum að járn hefur verið mikils virði ef það var hæft til smíða, en það mun þetta rekajárn oft ekki hafa verið, því ísleifur segir þrávaldlega í athugasemd: „Mest er það kaldór”. Ekki fer milli mála að Isleifur á með þessum orðum við að járnið sé lélegt, en ekki er þar með sagt að hann hafi meint alveg það sama og Orðabók Menningarsjóðs telur að orðið tákni. Það er heldur ekki víst að merkingin sé alveg sú sama um allt land, a.m.k. virðist það hafa verið notað í dálítið annari merkingu í Öræfum en undir Eyjafjöllum, sbr. grein Þórðar Tómassonar, „Um skeifur og skeifnasmíði í bókinni „Minjar og menntir” (Reykjavík 1976). Orðið „kaldór” var oft notað hér í sveit meðan skeifur voru smíðaðar úr járni, sem fengið var úr strönduðum frönskum skútum, en faðir minn, sem fæddur var 1879, skýrði það dálítið öðruvísi en Orðabók Menningarsjóðs gerir. Járnið, sem notað var í þessar skútur var oft mjög lélegt, þýddi sjaldan að kaldhamra það, en gat þó verið nothæft með því að hita það vel. Oft dugði það þó ekki því stundum flagnaði það sundur í teina eða flögur þegar slegið var á það, en einnig vildi til að það virtist vera kolaska eða sindur í járninu, svo að það hrökk þegar slegið var á það, og það 36 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.