Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 34

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 34
fyrir. Eg spurði hann, er ég kom að vestan hvað ég ætti að borga honum. Voru það aðeins fjórar krónur fyrir nær stanslausa notkun á hesti fyrir kerru í rétta 48 tíma. Þessi mikli greiði mátti því með sanni kallast gefinn. Þessu sinni átti Lárus mikið hey á túninu sunnan við bæinn, vílaði þó eigi fyrir sér að stórskerða flutnings- möguleika á því, aðeins til að gera öðrum greiða. Hin einstaka vinsemd hans til manna almennt átti mestan þátt í dálæti manna á honum, þeim ágæta manni. Sagt er að illt sé í ætt gjarnast. Þarna má snúa því alveg við og setja gott í stað ills hvað syni og sonarsyni Lárusar snertir, sem allir eru ágætis menn og mjög líkir föður og afa um aðstoð við hvað eina sem til þeirra er leitað, auk þess sem þeir eru landslcunnir framtaks- og dugnaðarmenn. Um Kirkjubæjarklaustur mætti langt mál og fróðlegt rita frá því valdsmenn sátu staðinn, ynni þar að hæfur maður, staðháttum kunnur. Koma mér þar ýmsir í hug, þó eigi nefni, hver þekkir sjálfan sig best. Að lokum langar mig að geta þess að Lárus hrósaði mér fyrir ferðalagið, ég hefði verið fljótur og eigi sæi á hestunum. Þetta þótti mér dýrmæt viðurkenning af þess manns munni. Jafnan eftir þetta vék Lárus hlýlega að mér er við fundumst. Þótti mér það eigi lítill heiður kornungum manni, bara hálfgerðum strák. Fyrir hann hefði ég gert allt sem mér var mögulegt hefði hann einhvers þurft með. Þegar árin færast yfir er ljúft að minnast góðra manna og þess er þeir hafa fyrir mann gert. Guð blessi þá alla. Brœöumir Sigurður og Jón Sigurðssynir á Maríubakka í Fljóts- hverfi eru mér einna hugstœðastir allra austansveitamanna. Fáguð framkoma, hlýleiki og alúð og rótgróin þjóðleg menning einkenndi þá og heimili þeirra á Maríubakka. Amma þeirra, maddama Solveig Einarsdóttir á Kálfafelli, var systir langömmu minnar, Sigríðar í Varmahlíð. Ættrcekni og gestrisni mœttust í móttökum á Maríubakka. Nú eru þessir ágcetu bræður horfnir af sjónarsviði. Jón gaf Goðasteini tvo góða þætti til birtingar. Nokkru fyrir andlát sitt afhenti hann mér handritasafn sitt mikið að vöxtum, skáldverk í lausu máli. Mun þvísíðar gefinn góður gaumur. Með lá þessi stutti þáttur um greiðamanninn Lárus á Klaustri og er birtur hér með kveðju og þökk til þeirra bræðra Jóns og Sigurðar á Maríubakka. Þ.T. 32 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.