Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 31

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 31
Heimatakið í Syðri-Rotum var lélegt og erfitt um kúgæft hey. Austur á mýri var engjum skipt í skákar og áttu Syðri-Rot tvær 35 faðma breiðar skákar austur við Nýjabæjarland. Rot áttu kirkjusókn upp að Stóra-Dal og alltaf farið gangandi til kirkju. Á jóladagsmorgun og nýársmorgun var vaknað snemma. Afi Ingu las þá lesturinn í Jónsbók áður en farið var á fætur og sjálfsagt var að syngja sálm á undan og eftir lestri. Þetta var um kl. 6 að morgni. Eftir lesturinn fór Jórunn fram í eldhús til að taka upp eldinn og hita morgunkaffið og voru góð hátíðabrigði að því að fá kaffi og lummur í rúmið. Húslestrum var haldið uppi frá vetur- nóttum til sumarmála og Passíusálmarnir sungnir að gömlum og góðum hætti á föstunni. Jónsbókarlestrar fylgdu hverjum sunnu- degi og sat Inga löngum á rúmstokknum hjá afa sínum meðan hann las guðsorðið hægt og skýrt með viðeigandi virðingu. Lifsbaráttan var erfið og allir lögðu sitt fram i störfum. Á vetrar- vertíð bættust gegningar löngum á konur og oft var þá mikil vinna við að moka snjó frá útihúsum. Eftir bylji var ekki ótítt að fannir lægju upp á dyrakampa. „En alltaf hafðist þetta með Guðs hjálp”, sagði Inga. „Blíð er bætandi hönd” Tveir Vestfirðingar, Jón H. Magnússon frá Bolungarvik og Guðrún Ingólfsdóttir frá Hnífsdal, fluttu að Fornusöndum árið 1951. Eyfellingum þótti í mikið ráðist fyrir eignalítið fólk og óvant búskap að kaupa kot með nær niðurföllnum húsum og engri ræktun í nútiðar skilningi, en hjónin réðu við vandann. Nú eru Fornusandar blómabýli, vel hýst og með fögrum víðlendum túnum. Þau hittu á kuldavor, þrálátir norðannæðingar gengu fram um mánaðarmótin maí, júní og nauthaginn lét bíða eftir sér. Jón flutti mjólkurdropann úr nýkeyptum kúm á hestvagni upp á þjóðveg í veg fyrir mjólkurbílinn. Það brást ekki að jafnan þegar hann kom til baka stóð nágranninn Helgi í Seljalandsseli í vegi fyrir honum með vænan heybagga og sagði: „Það viðrar ekki enn svo að hægt sé að Goðasteinn 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.