Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 73

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 73
einstakt í sinni röð, þá má segja að allt viðmót og velgjörningur í okkar garð hjá fólki því sem við hittum væri hvarvetna með miklum ágætum. í stuttu máli verður ekki annað sagt en að við nytum einstakrar gestrisni og höfðingsskapar, hvar sem við komum. Ég hef áður sagt að samkvæmt reynslu minni sé hvergi betra að vera útlendingur en í Bandaríkjunum og vil bæta því við í þessu sam- hengi að hvergi sé betra að vera útlendingur í Bandaríkjunum en í einnar stjörnu ríkinu Texas suður við sólgylltan Mexíkóflóann, þar sem golfstraumurinn á upptök sín. Texasbúar eru talsvert drjúgir með sig yfir landi sínu og sögu og hafa ástæðu til þess. Landið er stórt og gjöfult. Veðurfarið er milt og hlýtt og möguleikar til vaxtar og grósku virðast næstum takmarkalausir. Þá skera Texasbúar sig nokkuð úr öðrum Banda- ríkjamönnum í málfari og i klæðaburði er þeir líka dálítið sérstakir, þótt ýmsir reyni ef til vill að stæla þá. Háir og barðastórir hattar, hálfhá og oft mjög skrautleg leðurstígvél og breið og skreytt leður- belti eru meðal þess sem helst einkennir klæðaburð karlmanna í Texas. Veiðiskapur er talsvert stundaður og sjálfsagt þykir að menn eigi byssur og það stundum margar. Skotfélög og klúbbar starfa víða og komum við til æfinga á nokkrum slíkum stöðum og skutum eins og allir aðrir. Einkum fengust menn við að skjóta leirdúfur með hagla- byssum og einnig í mark með skammbyssum. Þótti þá skipta miklu máli að menn væru fljótir að sigta og helst að þeir hittu í miðjan hringinn. Var þetta oft hin besta skemmtun. Þá er golfíþróttin vinsæl í landinu og víða ágætir vellir. Tókum við einnig nokkurn þátt í þeirri íþrótt og höfðum gaman að. Athyglisvert þótti mér að oftast nær vóru menn ekki að slíta sér út á að ganga og bera kylfur og annan útbúnað eða aka þessu dóti i handkerrum. Þess í stað notuðu flestir ágæta og rafknúna bíla til að ferðast um vellina. Er það að sjálfsögðu mesti munur og þá einkum, þegar heitt er í veðri eins og oft gerðist þessa vordaga í Texas. Loks má geta þess að stöðuvötn og uppistöðulón eru víða í landinu og hvers kyns siglingar, sjóbretta- og sjóskíðaferðir meðal vinsælustu íþrótta. Ekki má heldur gleyma alls konar hraðbátum, Goðasteinn 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.