Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 10

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 10
Bærinn Sandar með því nafni kemur fyrst við sögu í máldaga Dalskirkju sem prentaður er í íslensku fornbréfasafni og talinn þar frá árinu 1332. í greinargerð um messuskyldu Dalspresta segir: „Þaðan (þ.e. frá Dal) skal syngja .... 12 messur á Sanda” (DI, II, bls. 683). Annar Dalsmáldagi í Fornbréfasafni er talinn frá árinu 1371. Sanda getur þar með svipuðum hætti: „Syngja 12 messur á Sanda, tekst hálf mörk” (DI, III, bls. 262). Elsti máldagi Dalskirkju í Fornbréfasafni er talinn frá 1269. Þar getur ekki Sanda en óþekktur bær kemur við sögu: „Á Þorgeirs- stöðum skal syngja 12 messur úr Dal og gjalda presti hálfa mörk vaðmála” (DI, III, bls. 1). Hér skal haft fyrir satt að Sandar og Þorgeirsstaðir séu einn og sami bærinn og kemur þar fleira til en 12 messur og hálf mörk í gjaldi. Fróðleiksmaðurinn Magnús Magnússon í Lambhúshóli undir Eyjafjöllum og áður bóndi í Efri-Rotum (1864—1943) ól mestan aldur sinn í Sandhólma. Hann sagði mér að útræðið Sandavarir fyrir Sandalandi héti að réttu lagi Þorgeirsvarir og skyldi aldrei neitt verða þar að grandi skipum eða sjómönnum neðan nafninu væri uppi haldið. Nokkru seinna Ias ég ritgerð Páls Sigurðssonar í Ár- kvörn í Safni til sögu íslands, II. Þar segir (bls. 505) að Sandavarir heiti Ásgeirsvarir og séu kenndar við landnámsmanninn Ásgeir. Hugði ég þá fyrst að nafnabrengl hefði orðið hjá Magnúsi í Lamb- húshóli en fulla uppreisn fékk hann er ég las Dalsmáldagann frá 1269. Spurn er hvort Páll í Áskvörn hafi ekki breytt gömlu örnefni þar sem betur lá við að kenna það við Ásgeir en Þorgeir. Guðjón Einarsson frá Fornusöndum (1886—1968) var helsti heimildamaður minn um margt sem viðkom byggð í Sandatorfu. Hann vitnaði mjög til Auðuns Einarssonar frá Seljalandi, er lengi bjó á Helgusöndum og var meira hneigður fyrir fróðleik og bækur en búskap. Ekki eru mér að fullu ljós skil milli arfsagna og bóka í frásögnum Auðuns og Guðjóns. Auðunn sagði að alkirkja hefði verið á Þorgeirsstöðum með messuskyldu Dalsprests þriðja hvern sunnudag og kemur þetta ekki saman og heim. Þorgeirsstaða getur ekki í kirknaskrá Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 og skýtur það ekki loku fyrir með að gröftur hafi verið þar að kirkju á fyrstu öldum kristni, því næg dæmi eru þess að mannabein hafi komið úr 8 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.