Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 68

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 68
ljósadýrð heimsborgarinnar miklu, New York, áður en við lentum á Kennedyvellinum heilu og höldnu. Við áttum bókað far með bandarísku félagi frá New York til Dallas í Texas, en sakir seinkunar í Keflavík var það mjög tvísýnt hvort við næðum þeirri flugvél. Jafnskjótt og við komumst inn i flugstöðina á Kennedyflugvelli leituðum við uppi afgreiðslu A.A. flugfélagsins, sem við áttum að fljúga með áfram. Þar sagði fólk okkur að vél okkar væri alveg á förum, tók farangurinn af okkur og bað okkur að hafa hraðann á. Utan flugstöðvarinnar komumst við í skyndi með áætlunarbíl til brottfararstöðvar okkar flugfélags og náðum á síðustu mínútu inn í þotu þá, sem við áttum að fara með. Hófst nú von bráðar næturflug suður og vestur yfir Bandaríkin og segir ekki af þeirri ferð fyrr en við lentum nokkrum klukku- stundum siðar í Dallas í Texas, þar sem allmargir ágætir Rotary- menn og væntanlegir gestgjafar okkar höfðu beðið okkar lengi. Talsvert var líka komið fram yfir miðnætti á klukku þarlendra manna, sem þó er sex stundum á eftir klukkunni okkar heima. En þar sem við vorum þarna á flugvellinum við Dallas kom brátt í ljós að farangur sumra okkar skilaði sér ekki með sömu vél og við komum með, en hafði lent á einhverjum villigötum í öllum þeim hraða sem hafði verið á hlutunum í New York. Urðu menn að vonum nokkuð áhyggjufullir yfir þessu, en allt fór þó vel, þvi að umræddar töskur skiluðu sér þegar næsta dag í áfangastað. Við héldum brátt heim með gestgjöfum okkar og sváfum það sem eftir lifði nætur, enda orðnir hvíldinni fegnir eftir langa og viðburðaríka flugferð. En þá vorum við komnir til fyrirheitna landsins, sem vera skyldi heimkynni okkar næstu sex vikur. Texas er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna og það næststærsta þeirra að flatarmáli. Lengi vel var þó Texas stærst, en svo bættist Alaska við i ríkjasamfélagið og reyndist hafa yfir meira landi að ráða. Texas er þó tæplega 700 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli og íbúafjöldinn er um 12 milljónir. Stærstu borgirnar er Houston með um 1,2 milljón manna og Dallas með um 800 þúsund. Höfuðborgin er Austin og er hún allmiklu minni eða með um 300 þúsund íbúa. En við komum ekki 66 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.