Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 32

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 32
setja kýrnar út á jörðina, Jón minn”. Greiðvikni sem ekki horfði til launa stóð djúpum rótum í fólkinu frá gamalli tíð. Jón og Guðrún náðu saman reytingsheyskap um sumarið en sinu- borinn var hann. Sláttutækin voru orf og hrífa. Mesta furða var hve vel gekk að fóðra fénaðinn um veturinn. Jón leysti kýrnar úr fjósi til vatns þegar veður leyfði. Vestur hjá Blank var upphlaðin aflöng torfþró til brynningar, arfur frá fyrri búendum. í hana bar Jón vatn úr brunninum. Um vorið kom Lauga í Seli í heimsókn, glöð og hress að vanda. Hún gekk í húsin með Jóni og Guðrúnu og leit á fénaðarhöldin. Henni þótti kýrnar hafa gengið vel fram á sinufrugginu. Svo lá leiðin að Blank og Lauga sá brynningarþró kúnna. Þá varð henni að orði við Jón: „Nú, mig furðar ekki á því þó kýrnar séu vel fóðraðar úr því þú vatnaðir þeim úr honum Blank.” Jóni var sagt að aldrei mætti byrgja Blank og myndi þá búskap á Söndum vel vegna og öllum fénaði skyldi óhætt fyrir brunninum óbyrgðum. Jón Einarsson bóndi á Núpi gaf Sandahjónum fallega, gráa gimbur i byrjun búskapar. Vorið eftir, um sauðburðinn, gekk hún með gráu lambi. Þá komu Jón og Auðbjörg á Núpi í heimsókn og var setið inni og spjallað eins og gerist og gengur við vinafundi. Allt í einu kvað sár kindarjarmur við út frá bænum og farið að líta eftir lambfénu. Þá stóð Grána Jónsnautur hjá Blank, en í honum flaut lambið hennar steindautt. Þá sagði Jón við Blank: „Nú hefur þú brugðist mér og þess skaltu gjalda”. Hann refti svo yfir brunninn og síðar var hann moldfylltur. Jón fullyrðir að steinn eða hella hafi verið í brunnbotni. 30 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.