Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 47
erfitt með að halda sér vakandi, drógu ýsur og sofnuðu stundum,
þótt konurnar reyndu að halda þeim vakandi með því að hnippa í
þá. En aldrei gerði prestur þeim tiltal. Kannski hefir hann verið
búinn að frétta hvernig fór hjá starfsbróður hans, sem eitt sinn eftir
messu spurði karl, sem alltaf svaf í kirkjunni: „Hvernig þótti þér
ræðan mín í dag?” Karl svarar: „Ræðan var víst góð eða það sem
ég heyrði eftir að ég vaknaði við hroturnar í hinum helvítis
djöflunum!’ Prestur spurði víst ekki oftar. Páll postuli segir í einu
bréfa sinna: „Heilsið hver öðrum með heilögum kossi”. Fólkið við
Skarðskirkju fór eftir þessu boði Páls. Alveg var ég undrandi að sjá
þetta kossaflóð, en hvort það hafa allt verið heilagir kossar er annað
mál.
Séra Ófeigur þótti orðvar maður, sagði í stólræðu að það væru
margir júdasarnir nú á tímum. Allir í kirkjunni urðu undrandi, litu
hver á annan og spurðu sjálfa sig: „Á hann við mig eins og postularn-
ir forðum við kvöldmáltíðina?”
Lítið er það sem ég man úr ræðum séra Ófeigs, en þó þessi orð
sem allir þekkja sem lesa Nýja testamenti, — þeir sækjast eftir
innstu sætunum í samkunduhúsunum og vilja láta kalla sig Rabbí,
— þarna fannst mér höggvið nærri Galtalækjar- og Skarðs-
mönnum, en þeir voru engvir farísear.
Fólkið fór úr kirkjunni í þinghúsið, þar voru höfð fataskipti.
Mikið var nú skvaldrið, og höfðu konurnar blessaðar svo mikið að
segja hver annarri. Karlarnir töluðu minna og höfðu lágt, tóku í
nefið og spurðu hvernig sauðburður gengi og hvort séð hefðu
kindur frá sér og þessháttar. Enginn þurfti að flýta sér í þá daga,
það lá bara ekkert á. Nú er öldin önnur síðan bílarnir komu, enginn
má vera að neinu, allir þurfa svo mikið að flýta sér. í heimleiðinni
var komið að Fellsmúla og okkur haldin veisla þar.
Prestshjónin bjuggu í Guttormshaga áður en þau fluttust í
Landsveitina. Afi minn og amma bjuggu þá í Haga. Þar er kirkja,
ein af þrem sem Guttormshagaprestur þjónaði, því var náinn
kunningskapur og vinátta prestshjónanna og móður minnar sem
entist alla tíð.
Af kynnum mínum við séra Ófeig varð ég prestasleikja, og ekki
Goðasteinn
45