Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 46

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 46
Óðara en varði vorum við komin uppá móts við Slaghól og þar tekur við Tjörfastaðaland. Landsvæðið frá Stóruvallalæk og niður að Akurgörðum var og er enn i dag kallað Stóruvallaheiði, þó Bjalli og Tjörfastaðir eigi mikinn hluta þess. Það var að vestan við Stóru- velli, kirkjustaðinn, sem nú var örfokaland, nema heiðin. Bærinn var fluttur út að læknum. Þar bjuggu lengi Guðjón og Guðbrandur. Síðustu ábúendur á Stóruvöllum voru Sigriður, dóttir Guðjóns og Páli Jónsson frá Ægisíðu. Þau gerðu garðinn frægan, eignuðust 6 dætur og 6 syni, allt myndarfólk. Og foreldrar hennar voru hjá þeim til hinstu stundar. Maður gæti nú haldið að sveitarsjóðurinn hefði fengið skell, nei ekki aldeilis, þau fóru ekki fram á það, enda þótt þau hefðu ekkert fengið, fremur en farið hefðu til fjandans og beðið hann að gefa Biblíuna. Við héldum nú áfram yfir Stóruvallalæk hjá Borgarbæli og upp Fellsmúlaheiði, með túngörðum Fellsmúla og Króktúns, og svo yfir lækinn þar sem hann kemur undan hrauninu rétt vestan við Skarð. Við fórum austur fyrir bæ og kirkju, sprett var af hrossunum og reiðtygi látin á kirkjugarð, sem hlaðinn er úr grjóti. Það var mikill fjöldi fólks við kirkju, enda átti að ferma. Margt fólk var komið í kirkju er við komum inn. Mamma settist á bekk innarlega og við krakkar. Pabbi settist við altarishornið norðanmegin, það var hefð- bundinn staður Galtalækjarmanna, en Skarðverja sunnan megin. Ég fór frá mömmu og krökkunum og tróð mér við altarishornið hjá pabba til að sjá og heyra þegar prestur var að ferma. Börnin voru mörg sem fermd voru þennan hvítasunnudag. Þau grétu, já hágrétu flest, þó aðallega stúlkurnar. Ég var alveg undrandi, það lá við að ég færi að gráta líka. Margt var fallegt að sjá í kirkjunni, glitrandi ljósahjálmar, gylltir ljósastjakar með logandi kertum og altaristaflan, sú fegursta sem ég hafði séð um mína daga, kvöldmáltíðin. Undrun mín var mikil er ég sá klæðnað prestsins í svörtu pilsi að ég hélt, og gylltan kross á baki. Séra Ófeigur var elskaður og virtur af sóknarbörnum sínum bæði á Landinu og ekki síður í Holtonum. Orð hans máttu sín mikils á æðstu stöðum þjóðfélagsins, það fékk ég að reyna á raunastund, blessuð sé hans minning. Séra Ófeigur hélt langar ræður, og áttu blessaðir gömlu karlarnir 44 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.