Goðasteinn - 01.06.1986, Side 46

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 46
Óðara en varði vorum við komin uppá móts við Slaghól og þar tekur við Tjörfastaðaland. Landsvæðið frá Stóruvallalæk og niður að Akurgörðum var og er enn i dag kallað Stóruvallaheiði, þó Bjalli og Tjörfastaðir eigi mikinn hluta þess. Það var að vestan við Stóru- velli, kirkjustaðinn, sem nú var örfokaland, nema heiðin. Bærinn var fluttur út að læknum. Þar bjuggu lengi Guðjón og Guðbrandur. Síðustu ábúendur á Stóruvöllum voru Sigriður, dóttir Guðjóns og Páli Jónsson frá Ægisíðu. Þau gerðu garðinn frægan, eignuðust 6 dætur og 6 syni, allt myndarfólk. Og foreldrar hennar voru hjá þeim til hinstu stundar. Maður gæti nú haldið að sveitarsjóðurinn hefði fengið skell, nei ekki aldeilis, þau fóru ekki fram á það, enda þótt þau hefðu ekkert fengið, fremur en farið hefðu til fjandans og beðið hann að gefa Biblíuna. Við héldum nú áfram yfir Stóruvallalæk hjá Borgarbæli og upp Fellsmúlaheiði, með túngörðum Fellsmúla og Króktúns, og svo yfir lækinn þar sem hann kemur undan hrauninu rétt vestan við Skarð. Við fórum austur fyrir bæ og kirkju, sprett var af hrossunum og reiðtygi látin á kirkjugarð, sem hlaðinn er úr grjóti. Það var mikill fjöldi fólks við kirkju, enda átti að ferma. Margt fólk var komið í kirkju er við komum inn. Mamma settist á bekk innarlega og við krakkar. Pabbi settist við altarishornið norðanmegin, það var hefð- bundinn staður Galtalækjarmanna, en Skarðverja sunnan megin. Ég fór frá mömmu og krökkunum og tróð mér við altarishornið hjá pabba til að sjá og heyra þegar prestur var að ferma. Börnin voru mörg sem fermd voru þennan hvítasunnudag. Þau grétu, já hágrétu flest, þó aðallega stúlkurnar. Ég var alveg undrandi, það lá við að ég færi að gráta líka. Margt var fallegt að sjá í kirkjunni, glitrandi ljósahjálmar, gylltir ljósastjakar með logandi kertum og altaristaflan, sú fegursta sem ég hafði séð um mína daga, kvöldmáltíðin. Undrun mín var mikil er ég sá klæðnað prestsins í svörtu pilsi að ég hélt, og gylltan kross á baki. Séra Ófeigur var elskaður og virtur af sóknarbörnum sínum bæði á Landinu og ekki síður í Holtonum. Orð hans máttu sín mikils á æðstu stöðum þjóðfélagsins, það fékk ég að reyna á raunastund, blessuð sé hans minning. Séra Ófeigur hélt langar ræður, og áttu blessaðir gömlu karlarnir 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.