Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 53

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 53
bót koma þá Hreppstjóri hvers Hrepps með 4 forstandigustu og reyndustu búmönnum í Hreppnum fóru um hann eptir umburðar- bréfinu að skoða svo vandlega sem mögulegt var heybyrðir búendanna og setja á þær með tilliti til haga og útbeitar á hverri jörðu og gjöra við ásetninguna ráð fyrir meðalvetri; þá var líka sjálfsagt skylda þessara manna að hafa tillit til smalans, því mikið er undir því komið hvernig sauðfé er hyrðt úti og inni, eins húsvistar fjárins, og bar skoðunarmönnum að leiða búendunum allt þetta fyrir sjónir og áminna þar sem ábótavant þókti, eins um bestu heyja-verkun og hagtæringu og að enginn setti ofmikið á. I þessum Hrepp var þessu merkilega vel gégnt svo allir hefðu sínum pening vel haldið hefði veturinn ei orðið meira enn meðalvetur, og aldrei hafa búendur lagt eins mikla alúð á að hagtæra sínum heyfaungum í þessum hrepp eins og næstliðinn vetur þau 29 ár sem eg hefi verið hér á Þingeyrum og að farga í tíma af pening sinum, og gjörði mikið af þessu ásetningin við haustskoðunargjörðina, svo mér finnst hún ætti árlega að gjörast, því þótt margir búendur passi heyfaung sína, og penings umhyrðingu þá þurfa margir áminningar, að sýna sér og sínum tilbærilegan dugnað og hyrðusemi, sem eg hefi góða von um að vel verði metið, því allir meiga vita, sem það vilja aðgæta, að „betur sjá augu en auga”. Eptir ofanskrifuðu finn eg því brína skyldu mína að láta Herra Amtmanni B. Thorarensen í ljósi mitt vyrðinga- og elskufullt þakklæti fyrir hér í auglýsta föðurlega umhyggju fyrir Sveinstaða- Hrepps búendum, nákvæman athuga á kjörum þeirra og merkilega samda mannkjærleiksfulla fyrirskipun að létta á herðum þeirra yfirvofandi báginda afleiðingum. Þingeyra Klaustri, þann 14da Maií 1836. B. Olsen: Hér vildi ég skjóta inn, áður en lengra er haldið, tveimur smá- greinum úr Sunnanpóstinum frá því í september 1836, er hljóða svo: „Nokkrir komu og fram fénaði sínum með því að brúka korn og fisk og sitthvað annað til fóðurs.” Og ennfremur: „Austan úr Múla- sýslu hefir og fréttst að fé og hestar hafi á einstaka stöðum verið fóðraðir á kéti, svoleiðis að hestum var gefið hrossakét og fé sauða- két til lífs”. Eins og segir í Brandsstaðaannál, „lét Blöndal sýslu- Goðasteinn 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.