Goðasteinn - 01.06.1986, Page 31

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 31
Heimatakið í Syðri-Rotum var lélegt og erfitt um kúgæft hey. Austur á mýri var engjum skipt í skákar og áttu Syðri-Rot tvær 35 faðma breiðar skákar austur við Nýjabæjarland. Rot áttu kirkjusókn upp að Stóra-Dal og alltaf farið gangandi til kirkju. Á jóladagsmorgun og nýársmorgun var vaknað snemma. Afi Ingu las þá lesturinn í Jónsbók áður en farið var á fætur og sjálfsagt var að syngja sálm á undan og eftir lestri. Þetta var um kl. 6 að morgni. Eftir lesturinn fór Jórunn fram í eldhús til að taka upp eldinn og hita morgunkaffið og voru góð hátíðabrigði að því að fá kaffi og lummur í rúmið. Húslestrum var haldið uppi frá vetur- nóttum til sumarmála og Passíusálmarnir sungnir að gömlum og góðum hætti á föstunni. Jónsbókarlestrar fylgdu hverjum sunnu- degi og sat Inga löngum á rúmstokknum hjá afa sínum meðan hann las guðsorðið hægt og skýrt með viðeigandi virðingu. Lifsbaráttan var erfið og allir lögðu sitt fram i störfum. Á vetrar- vertíð bættust gegningar löngum á konur og oft var þá mikil vinna við að moka snjó frá útihúsum. Eftir bylji var ekki ótítt að fannir lægju upp á dyrakampa. „En alltaf hafðist þetta með Guðs hjálp”, sagði Inga. „Blíð er bætandi hönd” Tveir Vestfirðingar, Jón H. Magnússon frá Bolungarvik og Guðrún Ingólfsdóttir frá Hnífsdal, fluttu að Fornusöndum árið 1951. Eyfellingum þótti í mikið ráðist fyrir eignalítið fólk og óvant búskap að kaupa kot með nær niðurföllnum húsum og engri ræktun í nútiðar skilningi, en hjónin réðu við vandann. Nú eru Fornusandar blómabýli, vel hýst og með fögrum víðlendum túnum. Þau hittu á kuldavor, þrálátir norðannæðingar gengu fram um mánaðarmótin maí, júní og nauthaginn lét bíða eftir sér. Jón flutti mjólkurdropann úr nýkeyptum kúm á hestvagni upp á þjóðveg í veg fyrir mjólkurbílinn. Það brást ekki að jafnan þegar hann kom til baka stóð nágranninn Helgi í Seljalandsseli í vegi fyrir honum með vænan heybagga og sagði: „Það viðrar ekki enn svo að hægt sé að Goðasteinn 29

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.