Úrval - 01.05.1977, Side 26

Úrval - 01.05.1977, Side 26
24 ÚRVAL með saltaðan þorsk frá Kamsjatka- skaga í Síberíu, púður frá Shanghai til Formósu, sykur frá Filippseyjum og timbur frá Brasilíu. Hann hefur bælt niður þrjár uppreisnir á skipsfjöl, lifað af ofsastorma, falin rif og sprenginguna á Krakatoa í Austur-Indíum, þessa eldfjalla- sprengingu, sem drap 36.000 manns í ágúst árið 1883, en samt ekki hann Joshua Slocum, sem sigldi fram hjá eldfjallaeyjunni, meðan gosið stóð sem hæst. Hann hefur aflað sér mikils fjár. Kappsigling hans til þess að ná hraðskreiða póstskipinu frá Honolulu færði honum heilan sekk af gulli, sem var álitinn 5000 dollara virði. Hann hefur líka misst aleiguna. Fallega barkskipið ,,Aquidneck” brotnaði í spón úti fyrir Brasilíu- strönd, fullt af timbri, og gerði hann að öreiga. Allt frá sextán ára aldri hefur allt líf Slocums snúist um saltan sjá. Hann eignaðist sjö börn og voru þau öll fædd á hafi úti eða í erlendum hafnarborgum. Eiginkonan, sem ól honum öll þessi börn, hin dásamlega Virginía, sigldi með honum í hverri ferð, allt frá hveitibrauðsdagasigl- ingu þeirra frá Sydney í Ástralíu til síðustu ferðarinnar á „Aquidneck”. Þegar uppreisnarmaður stakk fyrsta stýrimann Slocums með hnífi um borð í „Norðurljósinu” árið 1882, varði Virginía líf eiginmanns síns með skammbyssur í báðum höndum, á meðan hann kom vitinu fyrir uppreisnarmennina. Það varð honum skelfilegt áfall, þegar hún dó, 34 ára að aldri. Hann giftist 24 ára gamalli frænku hennar 19 mánuðum seinna, og bar hún nafnið Hettie. En henni tókst aldrei að skipa sess Virginíu á fullnægjandi hátt. Eftir að þau höfðu farið í heljarmikla sjóferð saman, 5500 mílna ferð frá Brasilíu til Karólínufylkjanna, skildu þau að miklu leyti að skiptum og bjuggu sjaldan saman eftir það. Þarna er hann þá, aleinn eins og hann vill reyndar helst vera nú orðið, hann Joshua Slocum, fæddur árið 1844 í Nova Scotiafylki á tíma stóru seglskipanna. Hann varð háseti 16 ára að aldri, annar stýrimaður, þegar hann var orðinn 18 ára og skipstjóri á eigin skipi 25 ára að aldri, konungur úthafanna 37 ára og úr leik fimmtugur. Joshua Slocum, úrvals- sjómaður, neitar af hinni mestu þrákelkni að koma nálægt gufuafli eða járnskipum, en stundar þess í stað snattvinnu á vöruflutningabát- um í höfninni í Boston og lætur sig dreyma um dýrðardaga seglskipanna. Hann hatar þetta starf sitt. Og einn dag grefst hann næstum undir kolafarmi. Hann afber þetta ekki lengur og ákveður að fara aftur á sjóinn. VORIÐ 1893: Á beitiengi einu í Fairhaven í Massachusettsfylki liggur skrokkurinn af gömlu ostruveiði- skipi, sem er að grotna þar niður. Slocum býðst þetta skip, því að eigandinn er vinur hans. Slocum .ajJÚS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.