Úrval - 01.05.1977, Qupperneq 36
34
ÚRVAL
halda því þannig að við skerum
okkur ekki. Við höldum okkur í
hæfílegri fíarlægð frá opnum eldi til
þess að brenna ekki. Þannig komum
við í veg fyrir slys. Við höfum vanist
þessu í daglega lxfínu og það kemur
af sjálfu sér. Sérhver fullorðinn
maður á að baki sér ýmisskonar
árekstra við umhverfíð: föll, kúlur,
glóðaraugu, brunasár og skurðsár,
misjafnlega alvarleg. Við þetta þarf
að bæta óttanum sem maðurinn
hefur fundið til í öllum þeim
tilfellum þegar slysið var á næstu
grösum, en gerðist ekki.
Reynslan sem fæst af slysi, sem
raunvemlega gerist, er að sjálfsögðu
mun endingarbetri en sú sem fæst af
hræðslunni einni saman. En hún er
líka dýrkeypt!
Enn sem komið er fer hvergi fram
kennsla í því að sjá fyrir hættur. Hver
og einn verður að kenna sér það
sjálfur, eftir aðferðinni ,,lærðu af
mistökunum”
Heilbrigð skynsemi segir okkur að
slysahættur séu óteljandi, þær verði
ekki allar séðar fyrir. En þetta er ekki
rétt. Stór hluti alvarlegra slysa verður
við aðstæður sem endurtakast ár frá
ári, borg frá borg. Þótt undarlegt
kunni að virðast veit almenningur
næsta lítið um þessar aðstæður.
Skyldu til dæmis margir vita, að
mesta lífshætta fyrir börn á aldrinum
eins til þriggja ára felst í drukknun?
Barnið missir jafnvægið þar sem það
er að leik og dettur í poll eða læk, oft
ekki nema 10-20 sm djúpan. Þarsem
barnið kann ekki að halda niðri í sér
andanum andar það að sér vatni og
drukknar.
Sovéskir sérfræðingar hafa kannað
aðstæður við umferðarslys, þegar
bílum er ekið á fótgangendur. í ljós
kom að nær öll slík slys (95%) þar
sem börn áttu í hlut urðu við
dæmigerðar aðstæður. Fyrir fótgang-
endur er stærsta vandamálið athygl-
isgáfan. 9 af hverjum 10 slösuðum
börnum og 8 af hverjum 10
fullorðnum sáu ekki nógu fljótt
bílinn sem reyndist þeim svo
hættulegur, og héldu sig örugg.
Tveir þriðju hlutar hinna slösuðu
barna og tveir fímmtu hinna
fullorðnu sáu ekki bílinn vegna
einhvers sem byrgði þeim sýn.
Það er ekki aðeins í umferðinni
sem auðvelt er að benda á
dæmigerðar aðstæður. Sérfræðing-
arnir könnuðu einnig slysaástæður á
heimilunum og þar sem börnin
stunda íþróttir. Þar kom í ljós svipað
mynstur, sem unnt var að nota sem
grundvöll fyrir líkindaspár og um-
hverfisaðlögun.
Þegar barnið fæðist er það
reynslulaust. Með degi hverjum eykst
því reynsla: það tekur eftir og
aðhefst. Þegar sjónvarpstæki er sett í
samband nálægt barninu festast
myndir í minni þess. Barnið skilur
eiginleika sjónvarpsins og tengilsins.
Er þá nokkuð undarlegt þótt barnið
vilji tengja allt mögulegt, stinga
nöglum eða hárspennu inn í
tengilinn? Barnið hefur einhliða