Úrval - 01.11.1977, Síða 113

Úrval - 01.11.1977, Síða 113
ÁRLANGUR DAGUR 111 Hornsundstindur, hann var um stund eins og skugga móti fölblárri skímu. Það var svo langt síðan hann sá síðast fjöllin handan fjarðarins að það var næstum eins og hann myndi ekki lengur eftir þeim. En fjöllin voru raunveruleg. Hann hafði séð þau. Löng nóttin var senn á enda. DÖGUN Snemma í febrúar var Ivar veður- tepptur í fjóra daga í Aðalkofanum. Einhvers staðar, hátt uppi yfir ísnum og snjónum, var morgunskíman að roða himininn, en hann gat ekki séð handa sinna skil. Hann reyndi að segja sér að það skipti ekki máli. Fyrr eða síðar myndu skýin feykjast frá og þegar þar kæmi myndi hann sjá sólina. En fyrirlestar hans fyrir sjálfan sig voru árangurslausir; á morgun var dögun, og hann brann af löngun að sjá sólina. Hann vaknaði eftir fárra stunda svefn og lá kyrr og velti því fyrir sér hvers vegna hann hefði vaknað. Svo rann það upp fyfir honum að það var nærri komið logn. Hann sofnaði aftur og fann að dagur dögunarinnar yrði kyrr og kaldur og heiðskýr. Hann tók sér góðan tíma til að borða ærlegan morgunverð, því hann vissi að hann myndi ekki koma heim fyrr en seint. Meðan hann át horfði hann út um gluggann. Uppi yfir snjónum glitruðu stjörnur á djúp- svörtum himni. Hann beindi skíðum sínum fyrst þangað sem gildrurnar hans voru næst sjó. Naika beið í hæfilegri fjarlægð meðan hann gróf upp gildrurnar sem stormurinn hafði fellt og hulið og beitti þær upp á nýtt. Hann fann enga refi. Þegar ein gildran varfrágengin upp á nýtt, hélt hann áfram til þeirrar næstu. Klukkan var tíu. Hann stefndi með háttbundnum hreyfingum til Refadals. Hann vissi að það var áríðandi að opna allar gildrurnar sem fyrst, því refirnir voru hungraðir á kreiki eftir storminn. En hann fór sér þó sífellt hægar og leit oft til austurs. Ellefu. Hann hélt upp eftir öxl fjallsins austur af Refadal eins hátt og hann komst á skíðum, stansaði þar og horfði austur. Dögunin hafði hafist meðan hann sótti á brattann. Hann fylgdist með meðan fjallstindurinn uppi yfir honum varð að skírri, svartri línu móti skýlausum, blýgráum himninum. Hann losaði af sér skíðin og tók að klifra. Rétt fyrir hádegið náði hann upp á auðnarlegan og vindbarinn tindinn. Hann settist hljóðlega á stein og horfði austur. Uppi var himininn eins og grátt satínhvolf. Fölblá glóð kom í ljós, dýpkaði og styrktist. Fjöllin urðu mjúksvört bákn með krúnur úr breytilegum pastel- litum slæðum. Hæstu tindarnir purpurarauðir, síðan skærrauðir, loks gullnir. Birtan rann ofan í gilin með þögulu litaflóði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.