Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
maður og hlotið verðlaun fyrir mynd-
ir, sem hann hefur málað af indí-
ánum og eskimóum Ameríku. Hann
þjónar sem biskupí mormóna-kirkju,
en hefur samt nógan ríma til þess að
gera við gömul hljóðfæri og rita frá-
sagnir af ævintýrunum, sem hann
hefur lent í á Suðurskautslandinu og í
Suður-Ameríku.
Allt hefur þetta orðið til þess að
gera Dínósára-Jim einstakan í röð
vísindamanna. Jensen er yfirmaður
rannsóknardeildar þeirrar við
Brigham Young háskólann 1 Provo í
Utah, sem sérhæfír sig í rannsóknum
á steingervingum af hryggdýrum, en
samt hefur hann ekki nema gagn-
fræðamenntun. Þekking hans á
steingervingum er óvenjuleg, og
hann sinnir auk þess erfiðislaust
hinum fjölbreyttu hugðarefnum
sínum.
Jensen var eini drengurinn í hópi
fimm systkina, sem ólust upp á
sveitabæ í Utah. Faðir hans byggði
handa honum smákofa, svo hann
gæti af og til komist í burtu frá systr-
um sínum fjórum. Þar gerði hann við
verkfærin á bænum, safnaði fugls-
eggjum og steingervingum og lét sig
dreyma um dínósára. Tuttugu og eins
árs að aldri héltjensen til Alaska ,,til
þess að freista gæfunnar”. Hann
skildi þá eftir heima stúlkuna, sem
hann vonaðist til að kvænast ein-
hvern ríma í framríðinni. Hún hét
Marie Merrell. Hann settist að í
Seward og fór fljótlega að vinna í
gjafavöruverslun, þar sem hann tók
svarthvítar myndir og málaði með
olíulitum. Ári síðar sendi hann eftir
Marie og þau giftu sig.
Þegar síðari heimsstyrjöldin braust
út héldu Jensen-hjónin aftur til
Utah. Þar fór Jim í iðnskóla og
starfaði síðan í þágu hersins bæði í
Washington og á Hawaii. I stríðslok
hélt hann aftur til Utah, og þau
Marie settu upp leirmunaverkstæði
og framleiddu meðal annars eftir-
líkingar af risaeðlum fortíðarinnar.
Jensen-hjónunum þótti lífið og til-
veran vera farin að verða nokkuð
flókin, enda áttu þau nú tvo drengi.
Ákváðu þau því að flytjast aftur til
Alaska, og þar voru þau í næstu sex
og hálft ár. ,,Drengirnir okkar uxu úr
grasi og segja má að við höfum að
mestu lifað af landsgæðunum,” segir
Jensen. ,,Við veiddum fjallageitur,
elgsdýr og lax og reyktum þetta allt
og svo tíndum við líka ber og suðum
niður.”
Þessir lifnaðarhættir veittu þeim
fullnægju og voru um leið fjölbreyti-
legir í alla staði. Jensen vann fyrir sér
með margvíslegustu störfum. Svo var
það árið 1956, að hann fékk boð frá
gömlum vini, Arnie Lewis, sem
var tæknimaður við Saman-
burðardýrafræðisafnið við Harvard
háskólann. Mörgum árum áður
hafði Jensen kennt Lewis undir-
stöðuatriðin t uppstoppun dýra. Nú
bauð Lewis honum hins vegar starf
við að raða saman og stilla upp stein-
gervingum til sýningar í safninu.