Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
þessum nýja markaði”, sagði
kennarinn fyrrverandi.
„Erfitt er að ímynda sér hvernig
þjófnaður og spilling hafa orðið að
sjálfsögðum hlut,” sagði Alec. ,,Það
að fólk gerir ráð fyrir að ,,allir steli”
hefur strokið burtu tilfinningu
þjóðarinnar fyrir því hvað er rétt og
rangt.”
Það var ömurlegt að horfa upp á
hvernig Alec hafði glatað trúnni,
sérstaklega þegar tillit var tekið til
þess hve sterk hún hafði verið áður.
Eitthvað hefur gerst. Félagarnir hafa
glatað trúnni á framfarir, svo ekki sé
talað um réttlætið eða sannleikann.
Marx-leninisminn hefur beðið skip-
brot.
Kaldhæðni fólks í garð komm-
únista-leiðtoganna er furðuleg.
Verkamenn, hvar sem maður hitti þá
fyrir, töldu megináhugamál forystu-
mannanna að haldast við völd til þess
eins að tryggja það að þeir gætu
haldið áfram að lifa í vellystingum.
Sögur sem sagðar em af lifnaðar-
háttum flokksforingjanna breyta I
engu þessari skoðun manna. I Odessa
hitti ég til dæmis gamla ömmu, sem
var þar í heimsókn hjá skyldmennum
sínum. ,,Einu sinni þurfd ég að
heimsækja aðalbækistöðvar flokksins
og tókst að gægjast inn í matvæla-
geymsluna þeirra þar,” sagði hún.
,,Þar mátti sjá alls konar ferska
matvöm svo sem kjöt, egg og reyktan
fisk, sem þangað var flutt á hverjum
einasta degi, á meðan aðrir leituðu
dauðaleit að ætum kartöflum.” Aðra
konu hitti ég t áætlunarbíl og hún
sagði: ,,Fólk veit miklu meira nú.
Daglega sér það frammámenn í
flokknum grilla steikur, en sjálft fær
það ekki nema ilminn af góðgætinu,
þegar það gengur framhjá. Foringj-
arnir em þjófar.”
Reiði verkamannanna beinist ekki
aðeins að vaxandi ágirnd flokks-
foringjanna og sókn þeirra í veraldleg
gæði. Þeim virtist þykja enn verra að
flokksforystan var eiginlega farin að
endurnýja sig sjálfkrafa og innan frá.
Það gerðist með tilkomu fyrirmyndar-
skóla fyrir börn þeirra sem í æðstu
stöðunum em, og síðan því að börnin.
komast að skólanámi loknu í allar
bestu stöðurnar, sem bjóðast hverju
sinni.
Hér er ekki um fáar hjáróma raddir
að ræða heldur raddir „venjulegra”
sovéskra borgara, sem margir hverjir
óska eindregið eftir sterkri og ábyrgri
flokksforystu. Nær allir Rússar sem ég
ræddi við töldu, að þjóðin þyrfti á
sterkri forystu að halda.
Ögnin sem heiminum stendur af
þessu er þeim mun meiri sem hin
almenna óánægja nær sjaldnast til
stefnu stjórnvalda 1 utanríkismálum.
Meira að segja Rússar sem em að
springa úr óánægju halda því enn
fram að það séu þeir, sem alltaf verða
undirí heimsmálunum.
Öánægjan í Sovétríkjunum getur
tekið á sig undarlegustu myndir. Mér
kom á óvart hversu margir þeirra sem
ég hitti og talaði við ræddu opinskátt
um þann möguleika að flytjast úr