Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 61
SVIPMYNDIR FRÁ SOVÉTRÍKJUNUM Y>
höfðu einangrast mjög, var skoðun
þeirra á ástandinu í Sovétríkjunum
ekki alltaf sú rétta.
Rétti maðurinn til þess að ræða
þetta við var ,,Alec”. Við höfðum
búið á sama gangi á stúdenta-
garðinum, þegar ég var í Mosku-
háskóla árið 1962. I þá daga hafði
hann verið grannvaxinn sveita-
drengur, en þrátt fyrir það að hann
hefði bæði hækkað og breikkað hafði
hann ekki losnað við alþýðlegt yfír-
bragð sitt. Alec hafði orðið þekktur
blaðamaður, og síðar, þegar við
hittumst og þá oftast í Blaðamanna-
húsinu, héldum við áfram að stríða
hvor öðrum á svipaðan hátt og við
höfðum gert á skólaárunum. Viðræð-
ur okkar og stríðni byggðust á gmnd-
vallarskoðanamun okkar, þar sem
Alec var sannur kommúnisti. Hvenær
svo sem hann sá eitthvað sem ekki var
eins og það átti að vera í landinu,
taldi hann að ekkert nema sóslalism-
inn gæti breytt þvl til hins betra.
Þegar ég nú hringdi í Alec í þetta
skipti vildi hann strax hitta mig. í
fyrsta skipti í næstum tuttugu ár
sagði hann samt enga brandara.
Hann talaði um glataða trú og
áhyggjur af framtíð Sovétríkjanna og
um algjöra siðgæðis-,,kollsteypu’ ’.
„Fólk reynir ekki að berjast gegn
hugmyndum kommúnismans,”
sagði hann. „Annað og verra er uppi
á teningnum — það hlær að þeim. í
síðasta mánuði heimsótti ég tíunda
bekk, sem var í bókmenntatíma.
Kennarinn vitnaði í orð Maxjms
Gorkis, sem voru vön að hafa mikil
áhrif á mig: I sósíalisku þjóðfélagi
lifir fólk á þann veg að hjarta þess og
sál verður öllum sýnileg. Nemend-
urnir tóku þessa „trúarjátningu” sem
brandara.”
Ég hélt áfram að kanna hugarfar
fólksins í Sovétríkjunum, og alls
staðar urðu á vegi mínum vonbrigði
og gremja. Menntamennirnir höfðu
fyrir löngu verið farnir að óttast
einræðisstjórnina. Nú var svo komið
að hver einasti hvítflibbamaður jafnt
sem erfíðisvinnumaður sem ég talaði
við, lét í ljós óánægju og reiði. Verst
féll þeim að þeim skyldi ekki takast
að tryggja það sem þeir kölluðu
bærileg lífskjör fyrir sig og sína. Þegar
ég heimsótti fjölskyldu eina í nýrri
íbúð, sem hún bjó í, ætlaði fólkið
aldrei að geta hætt að kvarta undan
verðbólgunni, vörusvikunum og
vöruskortinum almennt, og því að
hafa nú fyrir fullt og allt glatað
tækifærinu til þess að komast út úr
fátæktinni áður en það dæi.
Sérhver Rússi sem ég talaði við að
ráði var sannfærður um, að ástandið
væri slæmt núna — og færi stöðugt
versnandi. ,,Allir eru dauðþreyttir og
uppgefnir,” sagði maður nokkur,
sem hafði vikið sér kurteislega að mér
og spurt hvort hann mætti ekki kaupa
buxurnar mínar. ,,En eftir ríu ár
munum við líta til baka með
velþóknun til þessa tímabils. Ég er
framkvæmdastjóri verslunarkeðju, og
ég veit að ekkert nema hrun er fram-
undan.”