Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 97

Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 97
FESTARGJALDID 95 dólgurinn. En hvað hafði steinninn hitt? Hann hafði miðað á Sétanka, en Bagúeta hafði fallið. Gat verið að hann, Móletúe, væri í ónáð meðal feðra forfeðra sinna? Hvað ef menn tryðu honum, að það væri Sétanka, en hæddu hann samt með því að segja: ,,Þú hlýtur að vera illgjörðamaður sjálfur, úr því andarnir vildu ekki veita þér svarið! En stúlkan var blómi kvennanna í þorpinu, sagði stolt hans. Hví skyldi þessi allslausi sauðahirðir hljóta hnossið? Nei! Að lokum myndi Kísúení velja þann, sem hefði séð heiminn. Svo hugsaði hann að úr því enginn hafði sannast sekur, myndu allir álíta að Kísúení hefði lagst með hottintotta og líta niður á hana. Gat hann gifst konu með því áliti? ,,Ég vil enga gálu fyrir konu!” skrækti hann. Fargið hvarf af brjósti Kísúení í einni svipan. Bak hennar réttist. Hverju skipti þótt föður hennar gremdist að tapa lobola uxunum? Að nokkrum tíma liðnum yrði hann bara feginn ef Sétanka kæmi og vildi taka hana sér fyrir konu, þótt hann reiddi ekkert festargjald af hendi. Sjabani myndi einskis spyrja. Hann var heiðarlegur maður, en hann myndi ekki brauðfæða annars manns barn. Kísúení var deginum ljósara hvað allir myndu halda, en þegar barnið væri fætt myndi sannleikurinn komaí ljós. Þá myndi engum blandast hugur um að barn Sétanka væri einn af þeim, einn af fólkinu. Hún minntist rauðu alóeblómanna eins og þau voru í fullum blóma og rétti úr sér til fulls. Réttlætið, hugsaði hún, réttlætið sigrar alltaf. ★ ,,Ég skammast mín fyrir hvernig við lifum,” kvartaði kona við mann sinn. „Mamma borgar vextina fyrir okkur, systir mín sendir okkur peninga fyrir mat og frænka mín kaupir handa okkur föt. Eg skammast mín fyrir að við skulum ekki geta gert betur.” ,,Það er rétt hjá þér,” sagði eiginmaðurinn. ,,Þú átt tvo frændur sem senda okkur ekki krónu. ’ ’ — V. K. P. Maður nokkur kom á harðaspretti upp að miðasölunni á járnbrautar- stöðinni rétt í sama mund og tölvustýrða járnbrautarlestin fór af stað. ,,Þetta er lestin mín,” sagði hann við afgreiðslumanninn. ,,Ef ég hleyp næ ég henni.” ,,Herra minn,” sagði afgreiðslumaðurinn. ,,Ef þú hleypur geturðu keppt við hana.” _ Claude McDonald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.