Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
Raunar hafa engir af sjúklingum
okkar hafnað tanngræðlingunum.
Slíkur árangur gefur góðar vonir.
Ég er bjartsýnn á það að í
framtíðinni muni ígræðsla tann-
græðlinga verða algeng fram-
kvæmd.”
Því má bæta við frásögn prófessors
Maksúdofs að þessi tannígræðslu-
aðferð er skráð sem uppfinning hjá
uppfinninga- og uppgötvananefnd
sovéska ríkisins. ★
Ég var ný í starflnu og hraus hugur við alls kyns spjaldskrám. Fyrsta
daginn minn í vinnunni veitti ég athygli tveim mönnum sem við og
við um daginn tóku sér sæti fyrir framan sex skúffu spjaldskrárskáp,
opnuðu neðstu skúffuna, fátuðu eitthvað ofan í hana og lokuðu svo
aftur án þess að hafa tekið neitt upp. Þegar svona hafði gengið í fjóra
daga gat ég ekki hamið forvitnina. Þegar allir voru farnir settist ég á
stólinn og opnaði skúffuna eftirvæntingarfull. Við mér blasti
hálftefld skák á segulmögnuðu skákborði.
— P.D.
Kona deildarstjóra á lögreglustöð átti eitt sinn stefnumót við eigin-
manninn á krá niðri í bæ skömmu fyrir kvöldmat. A meðan þau
skröfuðu saman tók hún eftir glæsilegri, ljóshærðri stúlku við barinn
sem reyndi að ná athygli hennar. Að lokum spurði hún manninn
sinn hvað hún ætti að gera.
Hann glotti breitt. „Ekkert. Hún er bara að reyna að láta þig vita
að þú hafír veðjað á skakkan hest. ’ ’
— B. T.
Fernum hjónum tókst svo vel til með tilhögun í sumarleyfinu að þau
ákváðu að endurtaka það. ,,Við tókum okkur á leigu sumarbústað,”
útskýrði ein eiginkvennanna fyrir kunningjakonu sinni. „Hver hjón
voru þar tvær vikur og önnuðust þrettán börn.’’
„Almáttugur minn,” varð konunni að orði. ,,Ekki myndi ég kalla
það sumarfrí að passa þrettán krakka.
,,Já, þessar tvær vikur voru hreinasta víti. Sumarleyfið voru þessar
sex vikur sem við eyddum heima án barnanna. ’ ’
H. P.