Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
enginn þeirra nær út fyrir bæjar-
mörkin. í reynd er ekkert vegakerfi á
milli 120 bæja og þorpa Grænlands.
Flugfélagið Greenlandair, með 14
farþegaflugvélar, hefur víðfeðmasta
svæði til yfirferðar sem þyrlur sjá um
farþegaflug til.
Það má vel vera að hin hvíta breiða
sé óbreytt, en flestir íbúar Grænlands
hafa verið hraktir í gegnum annars
langa þróun á aðeins einum manns-
aldri. Koma fyrirrennara eskimóanna
fyrir 1000 árum er sá einstakur
atburður sem mikilvægastur hefur
verið fyrir sögu Grænlands. Víkingur-
inn útlægi, Eiríkur rauði, sem gaf
landinu nafn, hóf þar byggð um líkt
leyti, sem svo hvarf. Aðeins orðið
lnuit sem Grænlendingar nota um
sjálfa sig hélt velli. Þeir áttu ekki um
annað að velja en lxf eða dauða, svo
þeir aðlöguðust fyllilega nýju heim-
kynni sínu.
Þeir voru ekki eins heppnir í
viðskiptum slnum við Evrópubúa sem
komu þangað margefldir til að veiða
hvali, en spik þeirra var notað sem
ljósmeti á lampa 17. aldarinnar.
Sumir hvítir menn drápu eskimóana;
sumir vinguðust við þá, skiptu á
fötum og vopnum og fengu í staðinn
skinn af heimskautabirninum. Upp
úr þeim viðskiptum öllum varð þjóð
með blönduðu blóði það er Græn-
lendingar.
Lútherskur trúboði, Hans Egede,
kom 1721 til að kristna þá og nema
land í nafni Danmerkur. ,,Gef oss í
dag vort daglegt kjöt,” kenndi hann
Grænlenskar konur (þjóðbúningi.
fólkinu að biðja og hann talaði um
Jesús sem ,,kóp Guðs” — vegna þess
að þetta fólk þekkti hvorki til brauðs
eða lamba.
Danir lýstu yfírráðum sínum yfír
öllu Grænlandi, sáu um ferðir og
lokuðu landinu fyrir öðrum þjóðum.
Útkoman varð 200 ára löng sóttvörn,
sem seinni heimsstyrjöldin rauf.
Þegar Danmörk var yfírbuguð af
þýskum nasistum, tóku Bandaríkin
að sér verndun Grænlands og sáu um
nauðsynlega flutninga til íbúa þess.
Ferðalög breyttust, kyrrð heim-
skautsins var rofín af jarðýtum
sem skófu svæði fyrir flugvelli, þar