Úrval - 01.02.1981, Blaðsíða 89
FESTAR GJALDID
87
Eitt andartak varð söngl galdra-
læknisins að skræk, en féll svo snögg-
lega aftur niður t dimma síbylju og
það var ógnun í tónfallinu. Langt í
burtu kvað við sjakalaýlfur sem risti
nóttina yfir sofandi sléttunni. Öljós
kvíðahrollur fór um Kísúent. Hún
drúpti höfði meðan helgiathöfnin fór
fram og sá því ekki Sétanka. Hve
lengi myndi hann standa sig? Hún
reyndi að róa sig, hún vissi að hann
barðist eins og tígur þegar að honum
kreppti. Og var hann ekki glæsileg-
astur þeirra allra? Hár og beinn var
hann á velli, eins og fjallið sem
skýldi Vermuelen-bændum þar sem
hún vann dag hvern. Og hraustur.
Hafði hann ekki barist við nærri full-
vaxið ljón með aðeins knobkerrie að
vopni, þegar hann var bara fjórtán
ára? Hann var rifinn og blæðandi, en
hafði samt getað sært ljónið og varist
því með kúlustafnum þangað til
bóndinn og menn hans komust nógu
nærri til að skjótaþað.
Baas Vermuelen hafði verið mjög
ánægður. Hann hafði misst margt fé í
ljónið vegna þess að langvarandi
þurrkar höfðu hrakið mörg minni
dýranna af venjulegum slóðum
sínum í leit að vatni. Því voru Ijónin
lúskrandi heim undir bæjunum í leit
að æti. I launaskyni gerði Baas
Vermuelen Sétanka að yfirhirði. En
þegar Sétanka var hjá henni voru
augun í honum blíð eins og í dádýri
og hann var svo góður.
Þjáningarskjálfti rann um kropp
Kísúení. Sárin eftir reimþje, sem
faðir hennar hafði barið hana með,
voru djúp, því ólar úr nautsleðri eru
þungar og þykkar. Líðanin í bakinu
var eins og eldingu hefði lostið niður í
það. Andarnir létu eldinn aldrei gjósa
neistum eins og núna nema þegar
þeim var misboðið. Mikið hlutu þeir
að vera sárreiðir núna hugsaði hún.
Örvæntingin flæddi um hana.
Þetta var verra en þegar faðir
hennarfærði henni tíðindin.
,,Þér hefur verið lofað, barn,”
sagði hann alvarlegur. Þetta var eftir
kvöldverð af möluðu korni. Klsúenl
og móðir hennar voru önnum kafnar
að flétta sefmottur í dvínandi
dagsskímu utan við kofann.
,,Þú skalt búa þig undir
brúðkaupskofann,” sagði faðir
hennar.
Hún fann til óþæginda I
maganum.
,,Það verður þegar kornið er
þroskað.”
Kísúení fann að hún varð eins og
þurr sandur að innan. Hún sá fyrir sér
hve fljótt gular tennur kornsins yrðu
fullvaxnar.
Sjabani beið þess að Kísúení spyrði
um nafn mannsins, en hún sagði
ekkert. Hún vissi að það var tilgangs-
laust. Sétanka var enn of ungur og
hafði ekki haft tíma né tækifæri til að
safna fyrir festargjaldi. I hennar huga
breytti engu hver þessi maður var.
Hann var ekki sá sem hún vildi.
Henni var þungt um hjartað þegar
hún gekk til vinnu næsta dag. Hún
tók ekki einu sinni eftir því að rauð